Ristaður kókos
Snakkið mitt er ekki flóknara en ristaðar kókosflögur frá Himneskri hollustu, kanill og steviu strásætan frá Via health. Öllu hrært saman, sett á pönnuna eða inn í ofn. Ég byrja á því að blanda kanil og strásætunni saman í skál sirka 1 msk kanill á móti 2-4 tsk strásæta fer eftir magni af kókosflögum. Ef ég rista kókosflögurnar á pönnu set ég kókosinn fyrst á pönnuna og strái svo kanilstrásætunni yfir. Mikilvægt er að standa við pönnuna allan timan og hræra inná milli því kókosinn er fljótur að brenna og ristast á pönnunni. Sama með ofninn ef þið ristið kókosflögur inn í ofni ekki hafa ofninn á hærri hita en 180 og fylgist vel með, hrærið í af og til þangað til kókosinn er orðinn gullinn brúnn.
Bakaðir bananar
Ég kynntist bökuðum bönunum þegar ég fór til Ásdísar Grasa, þá benti hún mér á þá sem gott “snakk“ ef mig langaði í eitthvað og hef ég verið að prufa mig áfram í að gera þá sjálf. Í Plantains er minni sykur en í venjulegum bönunum, þeir eru meira grænmeti en ávöxtur. Yfirleitt eru þeir alltaf bakaðir en borðaðir strax. Sagt er að Plantains standi meira undir kartöflum en bönunum. Ég keypti poka af þessu úti í Bandaríkjunum, ég bakaði þá í ofni upp úr kókosolíu og sjávarsalti… ljúffengt!
Ég fæ Plantain banana yfirleitt í Hagkaup, það er frekar erfitt að nálgast þá hérna heima. Sker þá í þunnar skífur svo þeir bakist í gegn, set þá í skál ásamt 1 msk af bráðinni kókosolíu og sjávarsalt. Stilli ofninn á 15 mín á 170 gráðum og sný þeim svo á hina hliðina í aðrar 15 mín. Til þess að þeir brúnist vel er hægt að hækka ofninn upp í 180-90 gráður síðustu 5 mínúturnar.
Njótið vel!
Karitas Óskars