Search
Close this search box.
Hafrasmákökur að hætti Lindu Ben

Hafrasmákökur að hætti Lindu Ben

Dásamlegar jóla smákökur.

Það er Linda Ben sem á heiður­inn að þess­um dá­semd­ar­kök­um sem upp­lagt er að baka fyr­ir jól­in.

„Hátíðleg­ar súkkulaði og val­hnetu hafra­smá­kök­ur sem eru al­veg dá­sam­lega góðar. Þær eru stökk­ar að utan en und­ur­sam­lega seig­ar og ljúf­feng­ar að inn­an. Akkúrat eins og bestu hafra­smá­kök­urn­ar eiga að vera.

Ég notaði í þess­ar smá­kök­ur líf­rænu bakst­ursvör­urn­ar frá Muna, góð hrá­efni eru svo sann­ar­lega lyk­il­atriði í góðum smá­kök­um,“ seg­ir Linda.

Hátíðleg­ar súkkulaði og val­hnetu hafra­smá­kök­ur
250 g mjúkt smjör
250 g hrá­syk­ur frá Muna
2 egg
200 g fínt spelt frá Muna
½ tsk lyfti­duft
½ tsk mat­ar­sódi
250 g heil­ir hafr­ar frá Muna
150 g döðlur frá Muna
100 g suðusúkkulaði
75 g val­hnet­ur frá Muna
Sjáv­ar­alt (magn eft­ir smekk)
Aðferð:

1. Setjið döðlur í lít­inn pott og bætið 150-200 ml af vatni út á, sjóðið létt u.þ.b. 5 mín, leyfið þeim svo að standa í vatn­inu þar til þær eru notaðar.
2. Kveikið á ofn­in­um og stillið á 175°C og und­ir+yfir hita.
3. Þeytið smjör og hrá­syk­ur sam­an, bætið eggj­un­um út í, eitt í einu og hrærið vel á milli.
4. Bætið spelt­inu, lyfti­dufti, mat­ar­sóda og höfr­um út í deigið, blandið létt sam­an.
5. Maukið döðlurn­ar, annað hvort með að stappa þær með gaffli eða setjið í bland­ara. Bætið þeim út í deigið.
Saxið súkkulaðið og val­hnet­urn­ar og bætið út í deigið.
6. Notið mat­skeið til að mynda kúl­ur úr deig­inu og setjið þær á smjörpapp­írsklædda ofnskúffu með góðu milli­bili (ca. 12 stk á hverja plötu) og bakið í u.þ.b. 15 mín.
7. Sáldrið ör­litlu sjáv­ar­salti yfir kök­urn­ar þegar þær eru til­bún­ar.

https://lindaben.is/

NÝLEGT