Tilgreinirðu þig sem listakona?
“Illustrator” finnst mér erfitt að þýða yfir á íslensku. Mér finnst teiknari eða myndskreytari ekki ná yfir það sem ég geri. Illustrator segir sögur með sínum kraft, ég bý til nýjan heim með mínum teikningum og segi þar afleiðandi sögu með þeim. Að sjálfsögðu er það list og kannski er ég þá listakona, en ég myndi frekar segja að ég sé “Picturebook Maker”.
Hvaðan færðu innblástur í teikningarnar þínar?
Ég fæ mikinn innblástur frá litlu stelpunum mínum, Sóleyju og Sölku. Við erum oft úti í náttúrunni að labba og ímynda okkur allskonar heima. Hugmyndir að teikningunum mínum koma oft þegar ég er úti að labba með þeim að búa til ævintýri. Innblástur kemur frá öllu því sem ég hef upplifað og ég reyni oft að nota það í sögunum mínum og teikningum.
Ég er að vinna við að teikna og skrifa bækur og svo starfa ég einnig sem kennari við Cambridge School of Art
Hvaða bækur hefur þú gert?
Bækurnar mínar eru: Oliver, Freyja Dís, Miss Hazelti’s Home for Shy and Fearful Cats, Where My Feet Go, Swish and Squeak og Snowboy and the Last Tree Standing. Ég er núna að vinna í nokkrum nýjum bókum fyrir forlög í Englandi og í Ameríku. Auk þessa er ég með ýmis önnur teikniverkefni fyrir blöð og vikurit.
Áttu þér fyrirmynd í teikningum og skrifum?
Ég hef alltaf elskað Astrid Lindgren og heimanna sem hún bjó til.
Hvað ertu að gera í Englandi?
Ég er að vinna við að teikna og skrifa bækur og svo starfa ég einnig sem kennari við Cambridge School of Art á MA braut í barnabókamyndskreytingum. Cambridge er yndislegur bær.
Hefur áhugi þinn alltaf verið list?
Já, ég starfaði áður sem grafískur hönnuður í New York. En ég hef alltaf haft gaman af því að teikna, búa til nýja heima og taka ljósmyndir. Maður þarf ekkert nema blýant til að komast einhvað nýtt.
Höfundur: Birgitta Sif/H Talari