Search
Close this search box.
Naan brauð í ketó búning

Naan brauð í ketó búning

Fyrir marga sem hafa áhuga á því að fara á ketó eða tileinka sér lágkolvetna matarræði er tilhugsunin um að geta aldrei aftur bragðað gómsæta brauðsneið oft á tíðum stressandi. Þeir sem þekkja hins vegar vel til ketó mataræðisins, líkt og María Krista, vita að það má fara ýmsar leiðir að því að búa til gómsætt brauð.

Hér deilir hún til dæmis með okkur uppskrift að ketó naan brauði sem ætti að róa taugarnar hjá brauð-unnendum og jafnframt gleðja alla þá sem eru á ketó og þrá gott naan brauð með ketó kjúklingaréttinum sem er á boðstólnum í vikunni.

Nú er bara að skella sér í ketó baksturinn!

Innihald:

  • 100 g kókoshveiti NOW
  • 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
  • 2 eggjahvítur um 60 g
  • 1 tsk salt
  • 2 tsk maukaður hvítlaukur
  • 15 g fínmalað husk NOW
  • 200-250 ml soðið vatn

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman og bætið svo eggjahvítum saman við.

Pískið deigið þar til það er vel blandað og hellið soðnu vatni saman við þar til deigið er slétt og fellt og helst saman í kúlu

Notið blauta fingur til að móta 6 kúlur úr deiginu.

Fletjið út hverja kúlu með fingrum og steikið á vel heitri pönnu, það er mjög gott að setja smá smjör og hvítlauk á pönnuna

Látið brauðin brúnast vel á hvorri hlið og takið til hliðar

Ef það þarf að hita þau upp er gott að skella þeim í ofn rétt áður en þau eru borin fram en þá fá þau enn stökkari áferð.

NÝLEGT