Nærmynd: Katrín Ásbjörns knattspyrnukona

Nærmynd: Katrín Ásbjörns knattspyrnukona

Fullt nafn:

Katrín Ásbjörnsdóttir 

Segðu okkur stuttlega frá því sem þú ert að gera:

Ég spila fótbolta með Stjörnunni. Svo var ég að enda við að skila lokaverkefninu mínu til BSc gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.  

Hjúskaparstaða?

Sambandi 

Uppáhalds matur og drykkur? 

Sítrónu Kristall og sushi

Uppáhalds vefsíður?

Fótbolti.net og thisiswhyiambroke.com  

Besta bíómyndin?

Fast and Furious syrpan  

Hvaða þætti ert þú að horfa á núna og hvaða þáttum mælir þú með?

Ég var að klára gott OC maraþon, það klikkar aldrei. En síðan fylgist ég með Grey’s Anatomy, Prison Break, Game of Thrones og Keeping up with the Kardashians. 

Hvað óttast þú mest?

Myrkur  

Ertu hjátrúarfull/ur?

Já 

Hvert er draumaferðalagið?

Tæland  

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Öddu Baldurs  

Hvert er móttóið þitt?

Hvað er það versta sem getur gerst? 

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Það er gott að búa í Hafnarfirði 

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Bjór og Fifa 

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Ég er með „major fóbíu“ fyrir tám  

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju?

Dwayne Johnson, ég væri alveg til í að prufa þessa vöðva.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

Mögulega að leggja skónna á hilluna og starfa sem skurðhjúkrunarfræðingur jafnvel erlendis 

Með hvaða félagsliðum hefur þú spilað?

KR, Þór/KA, Klepp og núna Stjörnunni 

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?

Danza Kuduro með Don Omar

Hvað borðar þú daginn fyrir leik?

Saffran sér um að styrkja okkur Stjörnustelpur 

Hvað borðar þú á leikdegi?

Graut og egg í morgunmat, Gló í hádeginu, og svo yfirleitt einhvað létt rétt fyrir mætingu í leik.  

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki?

Jájá, ég reyni að halda mér við sömu rútínu á leikdegi

Uppáhalds mót þegar þú varst í yngri flokkum og af hverju?

Gull og silfurmótið eða Símamótið. Mér fannst alltaf lang skemmtilegast að keppa á mótum nálægt heimaslóðunum. Ég var aldrei fyrir löng ferðalög eins og til Vestmannaeyja eða á Sigló. 

Besti mótherji sem þú hefur mætt?

Líklegast allt þýska landsliðið 

Besti samherjinn?

Þú finnur ekki betri karakter en Öddu Queen Baldurs. 

Eftirminnilegasta mót sem þú hefur tekið þátt í?

Íslandsmótið 2016 eins og það leggur sig 

Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?

Við erum í stífu prógrami og stutt á milli leikja. Við tökum góða endurheimt daginn eftir leik og fáum svo frídag tveimur dögum eftir leik, svo er bara æft hina dagana. 

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en fótbolta?

Ég reyni að fara í Yoga þegar ég hef tíma. Síðan finnst mér gaman að spila golf í fallegu sumarveðri og fara á skíði á veturna en ég æfði bæði golf og skíði þegar ég var yngri. 

Tekur þú einhver bætiefni, ef svo er hvaða bætiefni tekur þú og afhverju?

Já ég tek C4 preworkout fyrir leik/æfingu og Alpha Amino eftir leik/æfingu. Þetta fæ ég í Fitnesssport á góðu verði og þetta hjálpar mér að hámarka árangurinn 

Hvað finnst þér skemmtilegast við að spila fótbolta?

Félagsskapurinn og gleðin eftir sigurleiki

 Höfundur: Katrín Ásmunds/H Talari

NÝLEGT