Nærmynd: Sindri Snær knattspyrnumaður

Nærmynd: Sindri Snær knattspyrnumaður

Fullt nafn

Sindri Snær Magnússon

Segðu okkur stuttlega frá því sem þú ert að gera

Ég er að spila knattspyrnu með ÍBV og starfa einnig sem forritari hjá Advania.

Hjúskaparstaða?

Í sambandi.

Uppáhalds matur og drykkur?

Nautasteik, bernaise og vatn.

Uppáhalds vefsíður?

Fotbolti.net, Visir.is og fasteignir.is

Besta bíómyndin?

The Shawshank Redemption.

Hvaða þætti ert þú að horfa á núna og hvaða þáttum mælir þú með?

The People vs. O.J. Simpson. Annars mæli ég með Black Mirror, bestu þættir sem ég hef séð.

Hvað óttast þú mest?

Snáka.

Ertu hjátrúarfull/ur?

Nei, alls ekki.

Hvert er draumaferðalagið?

Ferðast um Asíu. Á það eftir, dreymir um eina góða 4-6 vikna ferð til Indónesíu, Taílands og Víetnam.

Hvaða manneskju líturðu mest upp til?

Erfitt að gera upp á milli foreldra minna.

Hvert er móttóið þitt?

Peningar eru ekki vandamál, það er margt annað sem þarf að hafa áhyggjur af.

Hvar myndirðu helst vilja búa?

Breiðholtið, eins og einn góður maður sagði „í Breiðholti er gott að búa“.

Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir?

Að vera í góðra vina hópi, hvort sem það er góð kvöldstund eða rólegheit í sófanum.

Hvað geturðu sagt okkur um þig sem fáir vita?

Ég lærði að læsa rennilásnum á gallabuxum þegar ég var 25 ára.

Hvaða persóna úr bíómynd myndirðu helst vilja vera og af hverju?

Ég væri til í að vera Superman, tilhugsunin við það að geta flogið á milli staða fær mig strax til að hlakka til.

Hvar sérðu þig eftir 10 ár?

35 ára faðir með mastersgráðu.

Með hvaða félagsliðum hefur þú spilað?

ÍR, Breiðablik, Selfoss, Keflavík og ÍBV í þessari röð.

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik?

Halo með Beyonce.

Hvað borðar þú daginn fyrir leik?

Reyni alltaf að borða mikið af hollum og næringaríkum mat daginn fyrir leik. Er ekki fastur í neinu formi að borða ávallt það sama.

Hvað borðar þú á leikdegi?

Á leikdegi borða ég mjög lítið, er að vinna mikið með ristað brauð, rauðrófusafa og ávexti.

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki?

Nei ekki lengur, var alltaf með eina aðferð sem var að vera á hreinu þegar ég var yngri, spila í tvennum sokkum(happasokkum undir). Hef náð að losna við allt svoleiðis.

Uppáhalds mót þegar þú varst í yngri flokkum og af hverju?

Shellmót í eyjum augljóslega, fara í skemmtisiglingu í 3 tíma að spila á annarri eyju, fyrir unga drengi er ekkert meira spennandi.

Besti mótherji sem þú hefur mætt?

Matti Vill leikmaður Rosenborg, spilaði við hann þegar ég var ungur og komst ekki nálægt knettinum.

Besti samherjinn?

Prabin Gurung, hefði verið gaman að sjá hvar hann væri í dag hefði hann ekki hætt í 2.flokki.

Eftirminnilegasti leikur/mót sem þú hefur tekið þátt í?

Ég spilaði eitt sinn í Ólafsvík við jöfnuðum í lok leiks á síðustu sekúndu leiksins eftir að hafa lent 2-0 undir, heimamenn voru ekki sáttir með dómgæsluna í jöfnunarmarkinu og þegar leiknum lauk komst dómarinn ekki langt, því það var búið að stinga á dekkin á bílnum hans.

Hvernig lítur hefðbundin æfingavika út hjá þér núna?

Venjulega eru fimm æfingar með liðinu í viku og einn leikur. Alltaf frí 2 dögum eftir leik, síðan bætast við 1-2 styrktaræfingar.

Stundar þú einhverja aðra hreyfingu en fótbolta?

Ég fór í sjósund einu sinni í viku áður en ég flutti til Vestmannaeyja, spila síðan golf og badminton örsjaldan.

Tekur þú einhver bætiefni, ef svo er hvaða bætiefni tekur þú og afhverju?

Ég tek Adam Fjölvítamín frá Now, D-vítamín á morgnana, Probiotic-10 (50 billion) Meltingagerla reglulega og ZMA eftir erfiðaræfingar og leiki.

Hvað finnst þér skemmtilegast við að spila fótbolta?

Tilfinningin að vinna fótboltaleik er alltaf jafngóð.

 Höfundur: Sindri Snær Magnússon1

NÝLEGT