Nat.Kitchen: Hollur og fjölbreyttur matseðill sem kom á óvart

Nat.Kitchen: Hollur og fjölbreyttur matseðill sem kom á óvart

Í fyrra skiptið sem við fórum var gestakokkur í eldhúsinu sem sá um rétti dagsins en hann sérhæfir sig í asian fusion matreiðslu. Finnur fékk sér túnfisk, ég fékk með kjúkling hjúpaðan kókösmjöli og síðan fengum við okkur saman brokkolísúpu með möndluflögum. Þetta var allt saman mjög framandi og ótrúlega ljúffengt. Í eftirrétt fengum við okkur kaffi og deildum gulrótarköku með jurtarjóma, namm! Hér er nánari lýsing á réttunum:

  • Kókos kjúklingur með hrísgrjónum, karrý kremi og mangó og gúrku salati.
  • Túnfiskur með wasabi majó, teriyaki og soja bauna salati.
  • Blómkál súpa með reyktum möndlum, smá rækjum og dill olíu.

Í seinna skiptið sem við fórum pöntuðum við okkur rétti af hefðbundna matseðlinum. Til hliðar við hefðbundna matseðilinn er alltaf í boði fiskur og kjúklingur dagsins. Finnur fékk sér fisk dagsins sem var þorskur í indverskri sósu, ég fékk mér grænmetisbörgerinn en ég hafði séð mynd af honum áður og var mjög spennt fyrir því að smakka hann. Í forrétt skiptum við próteinpönnsum með ávöxtum og smökkuðum líka tvo mismunandi safa en annar var með gulrótum og eplum og hinn með rauðrófum.

Ég mæli alveg hiklaust með því að taka gott bæjarrölt og stoppa á Nat.Kitchen í hádegismat, kaffi eða kvöldmat. Það er greinilega mikil áhersla lögð á fersk og næringarrík hráefni sem mér finnst persónulega ótrúlega flott en allir réttirnir eru eldaðir frá grunni og kokkarnir leggja mikið í eldamennskuna.

Ég þori að veðja að matseðillinn mun koma ykkur á óvart en hann er mjög fjölbreyttur: samlokur, beyglur, brunch (klassískur, hollur, grænmetis), kjúklingur, falafel, burger, fiskur, súpa, pönnukökur, hafragrautur, smoothies, safar, kökur og margt fleira. Ég er allavegana mjög spennt að fara aftur og prufa fleiri rétti!

Takk fyrir lesturinn!

Indíana Nanna

NÝLEGT