ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Náttúruleg ráð gegn kvef og flensupestum

Náttúruleg ráð gegn kvef og flensupestum

Haustið er tími umgangspesta og því mikilvægt á þessum árstíma að huga vel að ónæmiskerfinu fyrir veturinn til að auka mótstöðu okkar gegn sýkingum og pestum. Að tileinka sér heilsusamlegar venjur er klárlega ein öflugasta leiðin til þess að fyrirbyggja og verjast sýkingum sem herja á ónæmiskerfið. Ónæmiskerfi okkar er upp á sitt besta þegar við fáum nægan svefn, borðum fjölbreytta fæðu, hreyfum okkur og þegar við tileinkun okkur jákvætt hugarfar.

Heilsuráð fyrir sterkara ónæmiskerfi:

  • Útivera og D-vítamín. Reynum að stunda útivist meðan bjart er yfir veturinn til þess að örva framleiðslu á D-vítamíni í líkamanum. Passa upp á að við fáum nægilegt D-vítamín í gegnum fæðuna og í bætiefnaformi. Þetta svokallaða sólarvítamín gegnir lykil hlutverki þegar kemur að heilbrigðu ónæmiskerfi.
  • Góð melting og heilbrigð þarmaflóra. Þar sem stór hluti ónæmiskerfisins er í meltingarvegi er mikilvægt fyrir okkur að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru með inntöku á sýrðu grænmeti  og fæðu sem er rík af gerlum og eða taka hágæða góðgerla inn í hylkjum s.s. Probiotic Defense frá Now. Heilbrigði þarmaflóru er algjört grundvallaratriði ef við viljum uppskera góða heilsu og öflugt ónæmiskerfi.
  • Reglulegur handþvottur. Ein besta leiðin til þess að koma í veg fyrir smit er að þvo okkur oft og reglulega um hendurnar til þess að verjast öndunarfærasýkingum og öðrum sýkingum. Örverur fyrirfinnast alls staðar í kringum okkur og þetta er einfalt ráð en afar mikilvægt.
  • Sykur, unnin kolvetni og unnin fæða í lágmarki. Þessar fæðutegundir geta haft bælandi áhrif á ónæmiskerfið ef notaðar í óhófi og draga þannig úr getu okkar til þess að vinna á sýkingum.
  • Drögum úr streitu og stressi. Langvinn streita og krónísk hækkun streituhormóna er líkamanum skaðleg og veikir ónæmiskerfið. Reynum að hlúa að okkur með því að gera hluti sem eru nærandi og róandi fyrir okkur eins og að verja tíma með fólkinu okkar ásamt því að gera hluti sem veita okkur ánægju. Jóga, hugleiðsla og róandi jurtate eru t.a.m. streitulosandi.
  • Regluleg hreyfing. Hreyfing skilar okkur ekki bara hraustari líkama heldur einnig hraustu ónæmiskerfi, eykur orku og dregur úr streitu.
  • Svefn og hvíld. Svefninn er afar mikilvægur en mælst er með því að ná 7-9 klst svefni daglega en líkaminn okkar treystir á góðan svefn til þess að sinna daglegu viðhaldi ónæmiskerfis og annarra líffærakerfa. Langvarandi svefnleysi veikir ónæmiskerfi okkar og ýtir undir líkur á ýmsum lífsstílstengdum sjúkdómum.
  • Heilsueflandi náttúruefni. Við þurfum að sjá ónæmiskerfinu okkar fyrir mikilvægum næringarefnum eins og omega 3 fitusýrum en einnig eru C-vítamín og sínk mikilvæg bætiefni fyrir virkni ónæmiskerfisins. Ýmsar lækningajurtir og krydd sem fyrirfinnast í fæðunni eins og engifer, hvítlaukur, turmerik, blóðberg og oreganó hafa allar ónæmisstyrkjandi áhrif og efla heilsu okkar til muna.

Styrkjandi bætiefni fyrir ónæmiskerfið

Garlic 5000
Þessi vara samanstendur af hvítlauks extract og inniheldur mesta magn af allicin sem fyrirfinnst hérlendis eða um 5000 mcg, en allicin er virka efnið í hvítlauk. Allicin er talið hafa sterk sýkladrepandi áhrif gegn ýmsum bakteríum, sveppum og vírusum sem geta herjað á ónæmiskerfið og öndunarfærakerfið. Bæði hægt að nota þessa vöru sem fyrirbyggjandi og þá einu sinni á dag eða taka oftar í meira magni þegar einkenna verður vart út frá kvefsýkingum og flensupestum.

Garlic 5000 er fáanlegt í Hverslun

Allibiotic CF
Þessi kröftuga jurtablanda frá Now er samsett úr þekktum lækningajurtum sem allar hafa styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið ásamt því að hafa breiða sýkladrepandi virkni gegn ýmsum örverum. Blandan inniheldur jurtaþykkni úr ylliblómum, ólífulaufum og hvítlauk ásamt fleiri jurtum og hentar vel sem alhliða bætiefni til að styrkja ónæmiskerfið, sem forvörn til að verjast umgangspestum  og eða til að vinna gegn öndunarfærasýkingum eins og ennis- og kinnholusýkingum.

Beta-Glucans
Beta-Glucan er náttúruleg fjölsykra sem er unnin úr sveppnum Saccharomyces cerevisiae en þessi vara frá Now inniheldur einnig arabinogalactan fjölsykru úr lerkitré sem hámarkar virkni hennar. Rannsóknir hafa sýnt að báðar þessar líffræðilega virku fjölsykrur örva varnarkerfi ónæmskerfisins og efla mótstöðu okkar gegn sýkingum með því að virkja átfrumur og drápsfrumur sem ráðast á bakteríur, vírusa, sníkjudýr og sveppi sem geta herjað á ónæmiskerfið. Kröftug blanda sem styður við starfssemi ónæmiskerfisins í að vinna bug á sýkingum.

Allibiotic CF og Beta- Glucans er fáanlegt í Hverslun

Ásdís grasalæknir
www.grasalaeknir.is
Facebook:
grasalaeknir.is
Instagram:
asdisgrasa

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest