Search
Close this search box.
Nestið í ferðalagið

Nestið í ferðalagið

Ávextir með hnetusmjöri

Hnetusmjör inniheldur góða fitu og plöntuprótein. Þú þarft einfaldlega að skera niður ávexti og setja í box, t.d. banana, epli eða peru og hafa svo með þér krukku af ljúffengu hnetusmjöri.

Hnetumix

  • Stúdentablanda frá Himneskri Hollustu
  • Jarðhnetur og súkkulaðirúsínur

 

Orkustykki

Hér eru þægindin algjörlega í fyrirrúmi en það er rosalega gott að vera með holl orkustykki í vasanum til að fá orku þegar maður er á ferðinni.

Við mælum með: 

  • Nakd hrábarir
  • Trek orkustöng
  • Hnetu- og kókosbitar frá Himneskri Hollustu

Skvísur:

  • Mamma Chia
  • Hipp

Hafra og chiagrautur sem þarf ekki að elda

Hér eru möguleikarnir endalausir. Byrjaðu á að setja 1 dl haframjöl og 1 msk chia-fræ í box með u.þ.b. 150-200 ml af vatni og 150-200 ml af möndlumjólk. Þú getur síðan bætt við t.d. kanil, döðlum, möndlum, rúsínum, kakódufti, kókosmjöli, agave sýrópi, hunangi, hnetusmjöri eða hverju sem hugurinn (eða maginn) girnist. Síðan er gott að vera með banana eða fersk ber til að bæta við þegar þú ætlar að gæða þér á grautnum.

Niðurskorið grænmeti eða kirsjuberjatómatar

Það er bara eitthvað við það þegar það er búið að skera niður fyrir mann ávexti eða grænmeti þá er svo miklu líklegra að maður borði það. Þú gætir skorið niður gulrætur, papriku, gúrku og fleira og haft með í boxi. Ekki væri nú verra að hafa hummus með þessu til að dýfa í en hann er bæði hægt að kaupa tilbúinn út í búð eða búa hann til og taka með í boxi.

Heimagerðar orkukúlur

1 bolli haframjöl
½ bolli möndlusmjör eða venjulegt hnetusmjör
½ bolli súkkulaðibitar, helst dökkt súkkulaði
1/3 bolli agave sýróp eða akasíuhunang
¼ bolli mulin hörfræ

Aðferð:

Blandið öllu saman í stórri skál og rúllið síðan í litla kúlur. Leggjið kúlurnar á bökunarpappír á disk eða bökunarplötu og setjið í frystinn í u.þ.b. eina klukkustund. Geymið í frysti eða ísskáp og grípið með ykkur áður en þið leggið af stað í bíltúr eða gönguferð. 

 

Höfundur: H Talari

NÝLEGT