Asos
Asos er ein af mínum uppáhalds netsíðum. Þar er hægt að finna öll helstu fata – og skómerkin á fínu verði. Ég versla mjög oft föt á Asos, bæði spari og venjuleg föt. Ég er mjög óþolinmóð svo ég panta oftast hraðsendingu en það tekur um 3 virka daga. Núna er hægt að fá Asos netverslunina sem app í símann. Ég er dugleg að nýta mér appið þegar ég hef lausa stund, ég skoða og merki við það sem mig langar í og það fer sjálfkrafa inní óskalistann, mjög þægilegt og gott.
Missguided
Missguided er frábær netsíða með ódýrum en vönduðum fötum. Ég er dugleg að finna mér flotta en ódýra kjóla inn á þessari síðu en maður þarf að vera þolinmóður og leita vel til að finna flík sem henta. Sendingarnar frá þeim eru fljótar að koma eins og frá Asos.
Monki
Monki er ein af mínum uppáhalds fatabúðum. Ég kynntist Monki þegar ég bjó í Stokkhólm, þá var hún frekar ný og heilluðu skrautleg föt og flott búð augað. Mér finnst mjög gaman að skoða netsíðuna þeirra. Ég panta mér einstaka sinnum en aðallega finnst mér gott að fá hugmyndir af því sem mig langar í áður en ég fer t.d. til útlanda. Sem betur fer er Monki í Amsterdam svo ég hlakka til að líta þangað inn.
Tobi
Ég er nýbúin að uppgvöta þessa síðu og finnst mér hún mjög flott. Ég hef verið dugleg að skoða síðuna og finnst mér hún lofa mjög góðu. Hér inni eru föt á fínu verði svo ég held að ég eigi ekki eftir að verða í neinum vandræðum með að finna ódýra og flotta flík. Ég hef því miður ekki enn pantað frá henni en eins og staðan er núna eru nokkrir hluti í körfunni minni svo það er ekki langt í það.
Triangl
Ein af mínum uppáhalds netverslunum er Triangl. Ég er bikinisjúk og elska að skoða bikini. Nýja línan frá þeim er frábær eins og Katrín talaði um í sínu bloggi . Vörurnar eru í dýrari kantinum en alveg þess virði. Gæðin eru góð og bikiníin endast lengi, flottir litir og þú getur valið það snið sem hentar þér best. Mæli með að skoða. Alltaf gaman að eiga falleg og flott bikini.
Ég er að fara til Amsterdam á miðvikudaginn í þessari viku og hlakka mikið til. Ég verð dugleg á instagram story ef þið viljið fylgjast með mér þar! þangað til næst!!