Search
Close this search box.
Nike Air Zoom Superrep æfingaskór

Nike Air Zoom Superrep æfingaskór

Nike setti á dögunum á markað Nike Air Zoom Superrep æfingaskónna og móttökurnar hafa vægast sagt verið góðar. Um er að ræða æfingaskó sem er hannaður fyrir alla alhliða þjálfun, svo sem þjálfun með hárri ákefð (e.HIIT) og fyrir æfingar sem þarfnast þæginda stöðuleika og mýktar. Skórnir henta því einstaklega vel fyrir þá sem sækja tíma á borð við Tabata eða aðra hópatíma þar sem áherslan er á fjölbreyttar æfingar sem reyna bæði á þol og styrk.

Tveir Zoom Air loftpúðar undir tábergi veita mýkt og dempun. Mjúkt efni (e.Cushlon Foam) í hæl veitir mýkt og minnkar álag á hné og liði í þungum lyftum eða hoppum.

Sérstök plata er í gegnum miðsólann á skónum og veitir stöðuleika milli fram og aftari hluta skósins Yfirbyggingin er mjúk með blöndu af möskva efni (e.mesh) sem veitir aukinn léttleika og eykur öndun.

Klofinn sóli og stuðningur á hliðum veita aukinn stuðning þegar notandi er að hreyfa sig í allar áttir. Sérstakar rákir í ysta lagi sólans veitir meiri sveigjanleika í táberginu fyrir æfingar eins og planka eða armbeygjur

Nánar um Nike Air Zoom Superrep æfingaskónna í H Verslun

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband frá Nike sem gefur okkur innsýn inn í hönnunarferlið á þessum frábæru æfingaskóm.

NÝLEGT