Search
Close this search box.
Nike Air Zoom Terra Kiger 6 utanvegahlaupaskór

Nike Air Zoom Terra Kiger 6 utanvegahlaupaskór

Terra Kiger 6 eða TK6 er ný viðbót í utanvegahlaupaskóm frá Nike. Hann er sérstaklega gerður fyrir blautar og grófar hlaupa- og gönguleiðir. Einstaklega léttir með Zoom Air loftpúða í hæl sem veitir aukna dempun. Auk þess er notast við React efni í miðsóla og yfirbyggingin er úr léttu möskvaefni. Það auðveldar öndun og hleypir vatni auðveldlega inn og út.

Tungan er saumuð við sólann sem hjálpar til við að létta þrýsting sem getur orðið þegar hlaupið er lengri vegalengdir. Við slíkar aðstæður eiga fæturnir það til að bólgna. Grjótplata undir tábergi hjálpar til við að verja fætur á hrjúfu landslagi án þess að fórna sveigjanleika eða stöðuleika.

Nike Air Zoom Terra Kiger 6 skórinn er mjög afkastamikill og léttur utanvegahlaupaskór. Hann hentar vel fyrir þá sem hlaupa á nokkurn veginn hvaða landslagi sem er, sem gerir hann mjög fjölbreyttann.

Þá er skórinn með 4mm „droppi“ og þunnum millisóla sem gerir það að verkum að hann er mjög móttækilegur og það er gaman að finna tengingu við undirlagið vegna þessa eiginleika.

Hafa skal í huga að þeim mun lægra „dropp“ í skónum, til að mynda 4mm, þá er þeim mun meira álag á t.d. kálfa og ökkla. Skór með hærra „dropp“ setja aftur á móti minna álag á neðri hluta fótar. Þ.e.a.s. fótinn sjálfan, ökkla, hásin og kálfa en setja á sama tíma meira álag á hné og mjaðmir.

Skór með hærra „droppi“ eins og 10mm setur minna álag á hásin og færir þungann fram, öfugt við skó með lægra droppi líkt og TK 6.

Samanburður við Nike Pegasus Trail 2

Við fjölluðum nýlega um annan nýjan utanvegahlaupaskó frá Nike; Pegasus Trail 2 sem er einmitt með 10mm „droppi“. Pegasus Trail 2 hentar því vel þeim sem eru með sterkari hné og mjaðmir en vilja minnka álag á neðri fót.

Auðvitað skiptir máli, ef þú ert ekki að leita lausnar á langvinnum meiðslum, að velja skó eftir þægindum en ekki einblína of mikið á muninn á nokkrum millimetrum. Veldu hlaupaskó sem þér finnst henta best. Það er mjög mismunandi á milli hlaupara hvað það er sem hentar hverju sinni. Taktu inn í myndina; meiðsli, hraða, lag á fæti, styrk, getu o.f.l.

Svo ber auðvitað að hafa í huga hversu oft við erum að hlaupa. Þá er til dæmis hægt að fara í hlaupagreiningu. Þar aðstoða sérfræðingar fólk við að velja skó sem henta. Til dæmis eftir niðurstigi og fótalagi ásamt því að huga að því undirlagi sem viðkomandi ætlar að hlaupa á.

Nánar um Nike Air Zoom Terra Kiger 6 utanvegahlaupaskónna

  • Skórnir eru einstaklega léttir með Zoom Air loftpúða í hæl sem veitir dempun í niðurstigi og setur kraft í frástigið
  • REACT efni í miðsóla veitir mikla dempun og mýkt í hverju skrefi
  • React efnið er létt og endingagott.
  • Yfirbyggingin er úr léttu möskvaefni sem hleypir vatni vel í gegnum sig og veitir góða öndun
  • Sérstök styrking á álagssvæði til að auka endingu og verja fyrir grjóti sem getur annars skaðað skónna
  • Tungan er sérstaklega hönnuð til að taka þrýsting frá reimasvæði sem getur þrýst niður á fótinn
  • Sérstök grjótplata undir tábergi veitir vörn gegn oddhvössu grjóti og misjöfnu undirlagi
  • Sticky Rubber gúmmí undir sóla veitir gott grip á blautu og sleipu undirlagi
  • Munstrið undir skónum er einstaklega gott og gefur gott grip við fjölbreyttar undirlagi

Nike Air Zoom Terra Kiger 6 eru fáanlegir fyrir herra í H Verslun. Dömu skórnir eru væntanlegir á komandi vikum.

NÝLEGT