Search
Close this search box.
Nike Free Run 2018

Nike Free Run 2018

Nike Free Run skórnir frá Nike eru gríðarlega vinsælir. Skórnir eru mjög fjölnota og henta vel í styttri hlaup eða frá 3-5 km. Einnig eru skórnir vinsælir í notkun dagsdaglega í göngu eða sem vinnuskór.

Nýjasta uppfærslan af Nike Free Run skónum er einstaklega vel heppnuð og hefur Nike endurhannað sólan frá grunni. Sólinn er einstaklega mjúkur og sveigjanlegur í allar áttir sem gerir hann bæði þægilegan og fjölnota. Skórinn er í svokölluðum „bare-foot“ flokki en það eru skór sem líkja eftir því að þú sért að hlaupa eða ganga náttúrulega og berfætt/ur. Það gerir það að verkum að notandinn er að styrkja alla litlu vöðvana í fætinum í hverju einasta skrefi vegna þess hve mjúkur og sveigjanlegur skórinn er.

Yfirbyggingin á skónum er hönnuð úr elastane efni sem gefur þér ennþá betri tilfinningu í skónum. Skórinn er sem fyrr mjög mjúkur og meðfærilegur og því auðvelt að smella honum í bakpoka að tösku á ferðalaginu. Skórinn kemur einnig í „Flyknit“ útfærslu en þá er yfirbyggingin búin til úr þráðum sem eru ofnir saman og mynda yfirbyggingu sem er léttari, andar meira og mótast fullkomlega að fætinum eins og nokkurskonar sokkur.  

Endurhannað hæl stykki heldur utan um hælinn og veitir aukinn stuðning og kemur í veg fyrir að fóturinn renni til eða nuddsár myndist. Sérstakir púðar á hæl svæði veita aukin þægindi og mýkt.

NÝLEGT