Nike kynnir nýja hlaupaskó: Nike React Infinity

Nike kynnir nýja hlaupaskó: Nike React Infinity

Við hreinlega elskum að fá fregnir af nýjum skóm frá Nike og nýverið setti Nike hlaupaskó á markað sem sannarlega kitla hlaupa-taugarnar.

Hinir nýju Nike React Infinity flyknit hlaupaskór bjóða upp á aukna dempun og endurbætta yfirbyggingu frá fyrri útgáfu af þessum vinsælu skóm, sem áður báru nafnið Epic React.

Sólinn er orðinn þykkari og með meira React efni sem veitir ennþá meiri mýkt. Þá er sólinn hannaður með aukna breidd sem eykur stuðning við niðurstig, millifasa og frástig þegar þú hleypur. Þannig eykst höggdempun við niðurstig, mýkt og orkuflutningur við miðstig og sveigjanleikinn við frástigið. Einnig er búið að auka við gúmmí undir sóla til þess að veita betra grip og auka endingu.

Hin nýja yfirbygging veitir svo aukinn stöðugleika fyrir fæturnar sem aftur dregur úr hættu á meiðslum og álagi.

Kynntu þér betur þessa frábæru skó hér, inn á Hverslun.is

NÝLEGT