Search
Close this search box.
Nike kynnir til leiks 6 nýjar æfingabuxur fyrir konur

Nike kynnir til leiks 6 nýjar æfingabuxur fyrir konur

 Nike ákvað að einfalda málin til muna og hannaði sérstakar buxur fyrir hverja æfingu. Með þessu juku þeir fjölbreytileikann og nú geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

H017_NWMN_PantStudio_GROUP_070_F1C_GRAINOFF_native_1600

NIKE POWER TIGHT

Endurbætt útgáfa af hinum sívinsælu Legendary buxum frá Nike. Hannaðar með alhliða æfingar í huga en lögð var áhersla á þægindi og að buxurnar héldust á sínum stað. Ný og endurbætt útgáfa af strengnum með mid-rise sniði að framan og hærri að aftan. Vasi er á hliðinni, hannaður fyrir síma sem gerir það auðveldara að vera með tónlist eða æfingar-appið við hendina.

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.22.28

NIKE PRO TIGHT

Léttustu æfingabuxurnar í línunni. Hannaðar til þess að þú getir tekist á við öll þau verkefni á æfingu sem þér eru sett fyrir.

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.22.14

NIKE SCULPT TIGHT

Sérhannaðar buxur fyrir pilates, yoga eða rólegan dans þar sem þú þarft mikinn stuðning við bak og maga. Buxurnar eru háar í mittið og gefa mikinn stuðning frá toppi til táar.

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.21.05

NIKE FLY TIGHT

Spinning buxur! Þið heyrðuð rétt, sérhannaðar buxur fyrir spinning tímann. Buxurnar eru hannaðar til þess að gefa mikinn stuðning en á sama tíma auka hreyfileika. Þær eru ¾ á lengd til þess að auka þægindi og strengurinn er sérhannaður með það í huga að þú getir setið á hjólinu án óþæginda, hann er því styttri að framan og hærri að aftan.

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.23.02

NIKE BLISS PANT

Víðar og þægilegar buxur sem eru fullkomnar í alhliða æfingar, svo sem pilates og dans. Það þarf að vera þægilegt og auðvelt að hreyfa sig á alla vegu, því eru buxurnar úr teygjanlegu efni.

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.24.52

NIKE FLOW PANT

Mjúkar og þægilegar yoga buxur eru ný viðbót hjá Nike en þær eru hannaðar með allar yoga-stellingarnar í huga. Lausar og þægilegar með streng sem gerir þér kleift að hreyfa þig á alla vegu. 

Screen-Shot-2017-12-08-at-15.23.48

H Verslun

Facebook: H Verslun
Instagram: hverslun
Snapchat: hverslun

NÝLEGT