Search
Close this search box.
Nike Pegasus 37- Ný útgáfa af vinsælustu hlaupaskóm allra tíma

Nike Pegasus 37- Ný útgáfa af vinsælustu hlaupaskóm allra tíma

Hlauparar nær og fjær.

Nú er tími til að gleðjast því nýjustu Pegasus hlaupaskórnir frá Nike, Pegasus 37, voru að lenda og þeir lofa góðu, svo vægt sé til orða tekið.

Pegasus er nafn sem allflestir hlauparar þekkja enda skórnir verið vinsælustu og þekktustu hlaupaskórnir í áraraðir og eitt af flaggskipum Nike. Þeir endurspegla áralanga hönnun og þróun en Nike Pegasus skórnir komu fyrst á markað árið 1983 og hafa því fylgt hlaupurum um allan heim í 37 ár.

Pegasus er hannaður til að þjóna öllum hlaupurum hvort sem þú ert að hlaupa 3-5 km, einu sinni í viku, eða ef þú ert vanur hlaupari og ferð út að hlaupa 3-4 sinnum í viku og hleypur 10 km eða meira.

Zoom Air loftpúði undir tábergi veitir dempun í hverju niðurstigi og veitir einnig stuðning við frástigið. Loftpúðinn er tvöfalt stærri en í Pegasus 36. Miðsólinn er úr Nike REACT dempunarefni sem er bæði létt, endingargott og mjög „responsive“. Loftpúðinn í dömuskónum er með minni PSI (loftþrýsting) heldur en karlaskórnir til að skórnir henti konum ennþá betur.

Reimakerfið í skónum heldur utan um fótinn og eykur stöðuleika fyrir hlauparann. Kerfið er auk þess hannað til að draga úr líkum á því að fóturinn renni til í skónum með tilheyrandi nuddsárum og blöðrum.

Yfirbyggingin er saumlaus úr léttu og gisnu möskva efni sem gefur skónum léttleika og frábæra öndun í hverju skrefi. Hælkappinn vísar frá hásin til að minnka núning og óþægindi sem gætu skapast.

Sólinn er úr slitsterku gúmmíefni sem eykur grip í bleytu og hálku. Einnig er sólinn endingargóður og hentar í hlaup á öllu undirlagi.

Aðrar upplýsingar:

  • Offset: 10 mm.
  • Þyngd: 235 grömm.

Skórnir fengu hvorki meira né minna en 9 af 10 mögulegum í nýlegri umfjöllun inn á hinni virtu vefsíðu Running Shoes Guru. Þar segir að Nike Pegasus 37 séu hlaupaskór sem geti gert allt sem af þeim er krafist og „Switch React“ tæknin geri þessa útgáfu mögulega að þeirri bestu í sögu Pegasus. Þar segir ennfremur að skórinn henti jafnt hlaupurum sem eru að taka sín fyrstu skref sem og lengra komnum.

Skórnir eru fáanlegir meðal annars í H Verslun, nánar tiltekið:

Nike Pegasus – dömu skór

Nike Pegasus – herra skór

Gleðilegt hlaupasumar!

NÝLEGT