Search
Close this search box.
Nike Pegasus Trail 2 utanvega hlaupaskór – tilvaldir fyrir haustið

Nike Pegasus Trail 2 utanvega hlaupaskór – tilvaldir fyrir haustið

Pegasus Trail 2 utanvega hlaupaskór er nýjasta viðbótin við Pegasus fjölskylduna frá Nike. Skórnir, eins og nafnið gefur til kynna, eru hugsaðir til utanvega hlaupa. Svo sem á möl, göngustígum og öðru þess háttar. Fyrir þá sem stefna á nokkrar ferðir upp og niður Esjuna, Úlfarsfellið eða í Kjarnaskóginn fyrir norðan, svo dæmi séu tekin, er Pegasus Trail 2 utanvega hlaupaskór því frábær kostur.

Skórnir henta eins og áður segir í utanvega hlaup, göngur og almenna útivist. Þeir veita góða mýkt og eru með sterkum sóla með grófu munstri. Sólinn veitir þannig betra grip í möl og bleytu og minnkar hættu á að renna til þegar hlaupið er upp eða niður brekkur.

Líkt og með aðra hlaupaskó frá Nike er Pegasus Trail 2 með REACT dempunar efni undir öllum sólanum. Efnið veitir mýkt og dempun í hverju skrefi ásamt því að styðja við fótinn í frástiginu. Einnig ber að nefna að tungan er saumuð við sólann sem veitir ennþá betri þægindi og „Fit“.

Yfirbyggingin er úr sterku möskva efni sem veitir góða öndun og hleypir lofti og vatni í gegn. Sú tækni nýtist sérlega vel nú á komandi haustmánuðum. Pegasus Trail 2 er sömuleiðis með gúmmí styrkingu á tásvæði til að verja skóinn fyrir sliti á álagsfleti.

Þessa einstaklega vel heppnuðu viðbót við Pegasus línuna frá Nike má finna í íþróttavöru verslunum sem og hér í vefverslun H Verslunar.

Dömu Pegasus Trail 2 skór

Herra Pegasus Trail 2 skór

Hér fyrir neðan má sjá stutt kynningarmyndband þar sem hönnunar- og framleiðsluteymi hjá Nike fjalla um skóinn og þær nýjungar sem endurspegla hönnunina og gæðin.

NÝLEGT