Nike Romaleos 3 lyftingaskórnir eru fullkomnir í ólympískar lyftingar og veita hámarks stöðuleika og festu í skónum þegar kemur að því að lyfta miklum þyngdum.
Ef þú ert að stunda mikið af ólympískum lyftingum og vilt ná betri árangri í þeim þá getur réttur skóbúnaður hjálpað til. Lyftingaskór eru með upphækkuðum hæl sem eykur líkurnar á að halda réttum stöðum í gegnum lyfturnar. Eins eykur það hreyfigetuna í ökklalið og því auðveldara að komast neðar í stöður þar sem reynir á liðleika í ökkla. Þegar kemur að tæknilega erfiðum ólympískum lyftum getur rétt líkamsstaða haft mikil áhrif hvort lyftan sé gerð tæknilega rétt eða ekki og þessvegna geta lyftingaskór komið í veg fyrir ótímabær meiðsli sem verða vegna slæmrar tækni í lyftum. Ásamt upphækkuðum hæl þá er stöðugur og sterkur sóli mikilvægur. Sólinn þarf að vera sterkur, stöðugur og stífur til að geta tekið við þungum lyftum notandans og staðist álagið.
Nike Romaleos 3 lyftingaskórinn eru úr gervileðri sem gerir skóinn sterkari og endingarbetri. Einnig mun skórinn ekki víkka eins mikið út og teygjast með tímanum eins og venjulegt leður gerir. Flywire í reimakerfi heldur utanum fótinn og heldur honum á réttum stað í skónum og kemur í veg fyrir að fóturinn renni til í skónum í mestu átökunum. Sólinn er úr Honeycomb TPU efni sem er bæði létt og endingargott. Sólinn er einnig með sérstakri gúmmíblöndu sem veitir hámarks grip við gólfið. Nylon strappi yfir rist veitir ennþá meira utanumhald um fótinn og heldur honum stöðugum í skónum.
Með skónum fylgja tvö pör af innleggjum annarsvegar mjúk innlegg og hinsvegar stíft innlegg til að koma á móts við sem flesta notendur. Skórnir vega 408 grömm (stærð: 44) og með 20mm. Offset. Best er að skórinn passi fullkomlega á fótinn, ef það er eitthvað aukapláss í skónum er meiri hætta á að fóturinn renni til í þungum lyftum með miklum átökum.