Search
Close this search box.
Nike Shield hlaupaskór

Nike Shield hlaupaskór

Nike gefur út svokallaðan Shield pakka í hlaupaskóm í október ár hvert. Þessi pakki samanstendur af 4 týpum af hlaupaskóm sem búið er endurhanna sérstaklega fyrir dimma vetrarmánuði. Skórnir sem um ræðir eru Nike Zoom Pegasus 35 Shield, NikeEpic React Shield, Nike Free Run 2018 Shield og Nike Zoom Structure Shield.

Þú færð Nike Epic React Shield hér

Allir skórnir í Shield línunni eru með endurbættum sóla með slitsterkara og gripmeiri gúmmí blöndu sem hentar betur í bleytu og hálku. Einnig eru skórnir úr vatnsfráhrindandi efni sem heldur fótunum þurrum í bleytu og snjó. Reimakerfið í skónum er einnig hannað fyrir kaldar aðstæður og þess vegna er skórinn reimaður með því að þrengja teygju reimar sem gerir hlauparanum kleift að herða skóna á fljótlegan hátt án þess að þurfa að klæða sig úr hönskunum. Einnig eru skórnir með meira af endurskini en gengur og gerist á hlaupaskóm sem gerir þá sýnilegri í myrkrinu.

Þú færð Nike Zoom Pegasus 35 Shield hér

Shield skólínan er frábær fyrir alla sem eru að stunda hlaup, æfingar eða almenna útivist og vilja skó sem henta yfir vetrarmánuðina. Meiri vatnsvörn, meira grip og meiri sýnileiki.

NÝLEGT