Nike Vomero 14 – einstakir hlaupaskór fyrir sumarið

Nike Vomero 14 – einstakir hlaupaskór fyrir sumarið

Nýjasta útgáfan af hinum goðsagna kennda Air Zoom Vomero var að lenda aftur í H Verslun, en skórnir líta vægast sagt vel út. Það er þó ekki aðeins útlitið sem vekur lukku heldur eru skórnir búnir tæknilegum nýjungum sem gera nýjustu Vomero skóna frá Nike að mjög svo álitlegum kosti þegar kemur að vali á hlaupaskóm fyrir þetta sumarið.

Í raun má segja að nýja útgáfan af Vomero skjóti þeim gamla ref fyrir rass, þökk sé miklum tækninýjungum, en þar ber helst að nefna:

  • Zoom Air loftpúði undir öllum sóla veitir dempun í niðurstigi og eins mýkt og stuðning við frástigið.
  • REACT dempunar efnið er einnig í sóla sem vinnur einstaklega vel með loftpúðadempuninni og gefur notandanum frábæra tilfinningu.
  • Ný hönnun í yfirbyggingu gerir skóinn sterkari og endingarbetri og með meiri stuðning við fótinn.
  • Tungan er saumuð saman að hluta til þess að hún renni ekki til hliðar og erti ekki eða pirri hlauparann.
  • Hælkappinn er með sérstökum púðum sem lagast að hælnum og veita því stuðning við fótinn sem kemur í veg fyrir hælsæri.
  • Skórinn er einnig með Flywire reimakerfi sem heldur utan um fótinn og eykur stöðuleika í skónum. Minnkar líkurnar á því að fóturinn renni til innan í skónum og fái nuddsár og blöðrur.
  • Sólinn er svo útbúinn slitsterkri gúmmíblöndu sem gerir skóinn endingarbetri en forveri sinn. Einnig veitir gúmmíið meira grip í bleytu og hálku.

Skórnir fá 8/10 í einkunn á hinnu virtu síðu Running Shoes Guru.

Skórnir henta bæði byrjendum sem og lengra komnum hlaupurum. Þá henta skórnir að sjálfsögðu til hversdagslegra nota, í göngutúrinn og þar fram eftir götunum.

Nánar um Nike Vomero 14 í H Verslun

NÝLEGT