Search
Close this search box.
Nike Zoom Fly 3 hlaupaskór

Nike Zoom Fly 3 hlaupaskór

Nýjasta uppfærslan af hinum frábæra hlaupaskó Nike Zoom Fly 3 var að lenda í H Verslun og megum við til með að kynna þessa einstöku hlaupaskó fyrir lesendum H Magasín.

Nike Zoom Fly 3 eru hlaupaskór fyrir lengra komna og þá hlaupara sem eru að keppast við að bæta tíman sinn á nokkuð hröðu tempo-i. Þar með er ekki sagt að skórinn henti ekki einnig þeim sem eru að taka sín fyrstu skref, þar sem hann er einstaklega þægilegur og veitir frábæran stuðning fyrir bæði byrjendur sem og lengra komna.

Skórinn er með Carbon plötu í sóla sem veitir stöðuleika og nýtir alla orku sem myndast í skrefinu til að ýta hlauparanum áfram í hverju skrefi.  Hér er um að ræða sömu Carbon plötu og er notuð í hinum vinsælu Vaporfly 4 skónum frá Nike.

Sólinn er einnig með React dempunarefni sem veitir bæði dempun í niðurstigi og veitir orku í frástigið.

Að lokum ber að nefna Flywire kerfið sem tryggir að reimarnar faðma fótinn og halda stöðuleika í skónum sem og hindra það að fóturinn renni til og myndi nuddsár.

Skórnir fást stærð 36,5 – 41 fyrir dömur og kosta kr. 28.490,-

Nánari upplýsingar: H Verslun

NÝLEGT