Nike ZoomX SuperRep Surge æfingaskór

Nike ZoomX SuperRep Surge æfingaskór

Í gegnum árin hefur Nike lagt áherslu á að þróa skó sem henta mismunandi tegundum æfinga og þjálfunar. Sem dæmi má nefna hinn fornfræga Pegasus fyrir hlaup og Metcon fyrir Crossfit og lyftingar. Fjölbreytni í æfingum og þjálfun síðustu ár hefur hins vegar skapað þörf hjá fólki að eiga æfingaskó sem henta ólíkum tegundum þjálfunar og hreyfingar. Sem dæmi má nefna þá sem mögulega sækja líkamsræktarstöðvar, fara á hlaupabrettið og taka svo góða lyftingaræfingu, kassastig o.s.fr.

Og nú hefur Nike svarað kallinu og sett á markað skó sem einmitt mætir þessum kröfum.

Nike ZoomX SuperRep Surge æfingaskór

Superrep Surge skórinn frá Nike er þannig hannaður fyrir hlaupa og alhliða æfingar. Iðkendur geta þannig notið þess að taka alhliða æfingar, til dæmis í ræktinni, vitandi að skórinn styður við þá í mismunandi æfingum. Hvort sem það er að hlaupa á hlaupabrettinu, í róðravélijnni eða í öflugum kassahoppum og bjöllu æfingum.

Skórinn inniheldur einstakt efni í millisóla sem er það allra mýksta frá Nike. Það veitir frábæra dempun og mýkt í hverju skrefi auk þess að mynda orku fyrir frástigið.

Hællinn á Nike ZoomX SuperRep Surge er sérstaklega hannaður til að festast vel í róðravélinni og auka á stöðugleika í gegnum allt æfingaprógramið.

Hliðarnar hafa sömuleiðis verið hannaðar til þess að veita góðan stuðning í æfingum og lyftingum með eigin líkamsþyngd, sem aftur hjálpar við stöðugleikann.

Alhliða æfingaskór sem veitir frábæran stuðning

Nike ZoomX SuperRep Surge er einfaldlega einn með öllu og hentar frábærlega þeim sem stunda fjölbreyttar æfingar.

Nike ZoomX SuperRep Surge fæst til dæmis hér, í H Verslun:

SuperRep Surge kvenna – H Verslun

SuperRep Surge karla – H Verslun

NÝLEGT