Það geta allir hlaupið, þetta er eins og með allt annað að maður þarf að vera duglegur að æfa sig og vera þolinmóður. Þegar ég byrjaði að hlaupa fékk ég ýmist beinverki, illt í hnéð, verk í nárann og svo mætti lengi telja. Fyrstu mistökin sem ég gerði var varðandi skóbúnað. Ég fór því í göngugreiningu, fékk innlegg og fjárfesti í framhaldinu í skóm sem eru gerðir fyrir hlaup og henta mér varðandi stuðning, dempun o.þ.h. Ég mæli með fyrir alla sem eru að hlaupa eða langar að byrja að hlaupa á að byrja á að hafa þessa hluti á hreinu. Ég hefði ekki trúað að skór skiptu svona miklu máli en eftir að ég kom þessum atriðum á hreint hef ég verið verkjalaus!
Skórnir sem ég hleyp í núna eru Nike Zoom Vomero 11 og henta þeir mér mjög vel. Þægindin eru í fyrirrúmi í Zoom Vomero en þeir eru með mikilli mýkt og loftdempun bæði í hæl og tábergi.
Rétt öndun Hvernig á að hlaupa? Rétt tækni við hlaup Hlaupaform
Eftir að ég byrjaði að hlaupa ákvað ég að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt og hlaupið hálft maraþon (21,1 km). Í bæði skiptin notaði ég Nike+ Run Club snjallforritið. Ég mæli með því fyrir alla. Hvort sem þið eruð að byrja að hlaupa, að æfa fyrir ákveðið hlaup eða að ná ákveðinni vegalengd, eða bara að viðhalda hlaupaforminu.
Forritið er ótrúlega þæginlegt í notkun. Þar er hægt að fá “hlaupaþjálfara”, prógröm, velja um markmið og vegalengdir, tengja eigin tónlist við forritið, fylgjast með vinum sínum, taka tíma og lengd á hlaupum hvort sem er úti eða inni á hlaupabretti o.fl. Ég nota það almennt þegar ég hleyp en í bæði skiptin fyrir Reykjavíkurmaraþonið fékk ég mér “þjálfara” í forritinu, setti inn allar upplýsingar um mig, valdi erfiðleikastig, vegalengd og síðan dagsetningu á hlaupinu sjálfu. Forritið setur upp 12 vikna prógram sniðið að markmiðum hvers og eins, passar að maður hvíli á milli, leiðbeiningar fylgja hverju hlaupi og það hvetur mann áfram og minnir á hlaup.
Meiri upplýsingar hér: Nike+ Run Club
Ætla ekki allir að vera duglegir að hlaupa 2017?
Koma svo!
Höfundur: Birgitta Líf Björnsdóttir (RvkFit)