Search
Close this search box.
Níu áhrifaríkar og krefjandi kjarnaæfingar

Níu áhrifaríkar og krefjandi kjarnaæfingar

Höfundur: Coach Birgir

Við fáum líklega aldrei nóg af því að ræða mikilvægi sterkra og stöðugra kjarnavöðva og leggja til áhrifaríkar og góðar æfingar sem styrkja þennan mikilvægasta miðjuhlekk líkamans.

Fyrir mörgum eru kjarnavöðvar það sama og magavöðvar en er það alls ekki raunin því kjarnavöðvarnir eru allir vöðvarnir í maga, baki, niður í mjaðmir og upp í bringu. Kjarnavöðvarnir halda líkama okkur stöðugum og gera okkur kleift að hreyfa okkur óhindrað í allar áttir og halda jafnvægi frá toppi niður í tá. Þeir koma í veg fyrir að við föllum fram, aftur eða til hliðanna og gera líkamanum í raun kleift að starfa og standa rétt.

En hvað gera þessi kjarnavöðvar?

Vel þjálfaðir kjarnavöðvar leiða til betra jafnvægis og stöðugleika og gera þannig allar daglegar athafnir og hreyfingar eins og að ganga, beygja okkur, sitja eða hlaupa auðveldari.

Ef við eigum það til að finna fyrir verkjum í baki og upp í háls gæti ástæðan verið veikir kjarnavöðvar því þegar stuðningur frá kjarnavöðvum er ekki nægur, eykur það álagið á bak og hryggjasúlu sem síðar leiðir af sér aukna vöðvaspennu og verki, ýmist í baki og/eða í kringum háls.

Æfingarnar níu sem hér koma að neðan eru allar mjög áhrifaríkar og góðar en saman ná þær til flestra ef ekki allra kjarnavöðva líkamans. Hægt er að gera þessar æfingar sem finisher á góða þolæfingu eða bæta þeim inn í styrktaræfingarnar 2-3 í viku og velja þá 3-4 í einu.

Þær eru allar framkvæmdar með skífu en auðvitað er hægt að nota annan æfingabúnað í verkið líkt og handlóð, sandpoka eða ketilbjöllu. Við mælum með að gera 2-4 umferðir af 10-20 endurtekningum af hverri æfingu og ef æfingarnar eru ”einnar hliðar” æfingar, þ.e. vinstri og svo hægri þá skiptir þú uppgefnum endurtekningum í tvennt.

Stillum þyngdunum í hóf

Mikilvægt er að stilla þyngdum í hóf, spenna kjarnann og halda líkamanum vel stöðugum í öllum æfingunum en þannig náum við mestum árangri í kjarnaæfingunum og komum í veg fyrir meiðsli.

Gangi ykkur vel með æfingarnar og haldið áfram að vera duglegust!

Linda og Biggi

Með því að smella hér ferðu inn á heimasíðu Coach Birgir þar sem hægt er að finna allar upplýsingar um þá þjónustu sem við bjóðum uppá.

Níu kjarnaæfingar með skífu

10-20 Halo (5-10 hægri/ 5-10 vinstri)
20 Around The World (10 hægri/ 10 vinstri)
10-20 Steering Wheel x 10(5-10 hægri/ 5-10 vinstri)
5-10 Uppsetur með þyngd yfir höfuð/ Over Head Situps
10-15 Good Mornings
10-15 Tuck Crunch kviðkreppur
10-15 Fótalyftur
10-20 Russian Twists
5-10 Tree

Myndband með æfingunum má finna á Instagram aðgan Coach Birgis hér

Þú finnur allan fatnað sem þú þarft fyrir æfinguna í H Verslun

NÝLEGT