Fyrir þeim er þetta er algjörlega heilagur tími og fátt sem spornar við þessum hitting sem hefur verið fastur vikulega síðan um áramót. Bætingin í sjónum hefur verið mikil hjá hópnum. Fyrst byrjuðu þeir á að dýfa sér í eina mínútu sem hefur nú aukist í tíu mínútna sundsprett í kringum víkina. Þessum þrælflotta árangri má þakka dugnaði félaganna en ekki má gleyma samheldni hópsins en þeir eru duglegir að peppa hvorn annan og sjá til þess að menn nái því mesta útúr sjálfum sér.
Allir eru þeir sammála um að sundið gefur þeim mikið, bæði andlega og líkamlega sem er akkúrat nestið sem þeir vilja taka með sér inn í daginn. Það er nú bara þannig að sjósundið um miðvikudagshádegi er blýfastur liður í dagbók strákanna og alveg á hreinu að það verður þannig áfram.
Meðlimir sjósundsklúbbsins, talið frá vinstri: Sindri Snær Magnússon (leikmaður ÍBV), Bergsveinn Ólafsson (leikmaður FH), Finnur Orri Margeirsson (leikmaður KR), Arnór Sveinn Aðalsteinsson (leikmaður KR) og Bjarki Aðalsteinsson (leikmaður Leiknis).
Höfundur: Bjarki Aðalsteinsson / H Talari