Search
Close this search box.
Nokkrar aðferðir til þess að ,,róa” hugann og lifa lengur

Nokkrar aðferðir til þess að ,,róa” hugann og lifa lengur

Með aldrinum vill fólk almennt halda sem mestri heilavirkni og það hljómar rökrétt að rétta aðferðin til þess sé að halda heilanum í sem mestri æfingu og virkum í gegnum daginn.

Aftur á móti hafa nýlegar rannsóknir leitt það í ljós að minna getur verið meira þegar kemur að notkun á heilanum okkar.

Þessu til stuðnings birti læknatímaritið  ,,Nature” niðurstöður úr rannsókn sem var framkvæmd af læknadeild Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Rannsakendurnir greindu taugavef heilans í nýlátnu fólki á aldrinum 60 til rúmlega 100 ára og greiningin leiddi í ljós tengsl á milli langlífis og lægri gilda af genatjáningu sem snúa að taugavirkni, þ.e. virkri notkun á heilanum.

Í kjölfar rannsóknarinnar tók tímaritið Healthline viðtal við taugafræðing og geðlækni að nafni Gayatri Devi, frá Northwell Health í New York. Hann hélt því fram að rannsóknin sýni fram á að dagleg hugarró, hvort sem það er í formi hugleiðslu, einbeita sér að einu viðfangsefni í einu eða einfaldlega vera sofandi sé jafn mikilvægt fyrir heilbrigðan heila eins og líkamsrækt og það að leysa flókin verkefni. 

En hvað getum við gert til þess að ná núvitund og hugarró í okkar hraða samfélagi?

Hér að neðan gefur að líta á nokkrar aðferðir:

Hlustaðu á líkamann þinn

Mikilvægt er að vera meðvitaður um ástand líkamans ef markmiðið er að minnka stress og auka núvitund. Um leið og fólk hlustar á líkamann sinn þá opnar það augun fyrir streituvöldum og áhrifum þeirra.

Þá er hugleiðsla góð leið til að auka núvitund og getur virkað sem eins konar mælikvarði á andlegt ástand í líkamanum. Hugleiðsla snýst ekki einungis um að hreinsa hugann heldur er hún einnig góð nálgun á ástand heilans. Þess vegna getur hún stuðlað umtalsvert að núvitund í öllum verkefnum dagsins, jafnvel 5-10 mínútur á dag í hugleiðslu geta gert gæfumuninn.

Það má koma auga á ástand líkamans með því að fylgjast með hugsunum sínum, til dæmis ef einstaklingur er ekki að meðtaka það sem er sagt við hann eða er varla viðstaddur í umræðunni sem á sér stað hverju sinni. Ef manni tekst að greina svoleiðis aðstæður getur það hjálpað manni að vera meðvitaðari og missa ekki af líðandi stundu.

Kortleggðu vandamálið

Lítil æfing getur sýnt einstaklingum hvort þeir séu í raun að lifa lífinu sem þá langar að lifa. Einn tiltekinn sérfræðingur í nútvitund lætur nemendur sína búa til tvö kökurit þar sem annað sýnir skiptingu dagsins þeirra og hitt hvernig þeir myndu kjósa að verja tímanum sínum. Oft á tíðum vantar tíma í dagskránna sem er sannarlega frjáls tími. Með því að eyrnarmerkja ákveðinn hluta af hverjum degi sem mun ekki nýtast í neitt annað en ómótaðan frítíma getur hjálpað fólki að losa um stressið.

Á þessum tiltekna tíma dagsins er mikilvægt að setja sér mörk og meðvitað sannfæra sig um að þessi stund sé eingöngu til að efla andlega heilsu með því að taka tíma fyrir sjálfan sig.

Grundvallaratriðið er að vera hreinskilinn við sjálfan sig og setja skýr mörk þar sem einstaklingur er ekki að einbeita sér að vinnu, börnum eða vandamálum daglegs lífs á meðan frítímanum stendur. Oft á tíðum sóar fólk frítímanum sínum með því að líða illa yfir að hafa ekki gert ,,neitt að viti” og þeim tókst ekkert að slaka á taugunum heldur.

Vandaðu matartímann

Flestir hafa fengið það heillaráð að fylgjast með eigin mataræði en færri hafa fengið þau tilmæli að hvar og hvernig við borðum er einnig mikilvægt. Það er fullkomlega í lagi að borða sætindi og óhollustu í hófi en það er eflaust ekki skynsamlegt að háma í sig heilu snakk pokana á meðan maður hverfur inn í sjónvarpið. Ef fólk ætlar að borða óhollustu þá ætti það að njóta þess. Ef maður nýtur þess ekki að borða óhollustuna þá ertu að fylla líkamann af óþverra án þess að taka neina ánægju út úr því.

Þekktu einkenni kulnunar

Oft á tíðum tekur fólk ekki eftir einkennum kulnunar fyrr en það er um seinan og það er mögulega orðið líkamlega og andlega veikt. Einkennin eru meðal annars að vera andlega úrvinda, áhugaleysi, pirringur og tilfinning um skort á persónulegum afrekum. Með því að þekkja einkennin er hægt að forgangsraða að nýju og fyrirbyggja frekari vanlíðan. Almennt getur þetta verið vandamál þegar litlu hlutirnir sem skiptu engu máli eru orðnir stórvaxið vandamál. Á þeim tímapunkti er gott að taka nokkur skref aftur á bak áður en þú kemst á þann stað að þér líður eins og þú sért vonlaus í vinnu og í daglegu lífi.

Leitaðu aðstoðar hjá sérfræðingum

Það er alltaf gott að læra af þeim sem eru komnir lengst hvort sem það er með því að lesa góða bók um andlega heilsu og núvitund eða eitthvað annað.  Það má finna góðar fyrirmyndir í daglegu lífi og þegar manni mistekst ætlunarverk sitt þá er mikilvægt að átta sig á því að fólk í kringum mann getur haft vitneskjuna til að hjálpa manni aftur af stað. Því er mikilvægt að taka sér tíma og finna sér sínar fyrirmyndir og lifa í samræmi við þær.

Þessi grein byggir á áður birtu efni af vef Healthline.

NÝLEGT