Search
Close this search box.
Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Norðurljósahlaup Orkusölunnar

Skráningu í Norðurljósahlaup Orkusölunnar líkur á morgun og því um að gera að skrá sig til leiks í dag í þetta skemmtilega hlaup. Hlaupið fer fram þann 8. febrúar næstkomandi og hefst klukkan 19:00 en upphitun hefst klukkustund áður eða kl. 18:00.

Norðurljósahlaup Orkusölunnar er 5 km hlaupaupplifun um miðbæ Reykjavíkur. Allir þátttakendur fá upplýstan varning sem lýsir í gegnum allan viðburðinn. Þannig verða þátttakendur hluti af sýningunni frá byrjun til enda. Þetta er skemmtiskokk eða ganga um miðbæ Reykjavíkur þar sem keppendur munu upplifa borgina í nýju ljósi. Þátttakendur fá allir stemmingspoka með upplýstum glaðningi líkt og gleraugum og armbandi.

Engin tímataka er í hlaupinu því það er ekki „keppni“ sem slík, heldur skemmtileg upplifun. Norðurljósahlaup Orkusölunnar snýst um heilbrigða líðan, skemmtun og að eyða undraverðu kvöldi með vinum og fjölskyldu, þar sem fólk er hvatt til að gera kvöldið skemmtilegt og eftirminnilegt í hlaupinu.

Þátttakendur eru hvattir til þess að koma upplýstir með neon dót og truflað bjarta liti. Hafa skal þó í huga að veðráttan á Íslandi kemur sífellt á óvart þannig að nauðsynlegt er að klæða sig vel eftir veðri. Sömuleiðis eru þátttakendur hvattir til þess að mæta tímanlega.

Nánar um hlaupið má lesa hér.

NÝLEGT