Search
Close this search box.
Now Eldslóðin slær í gegn

Now Eldslóðin slær í gegn

Now Eldslóðin fór fram annað árið í röð á dögunum en á fjórða hundrað manns tóku þátt í þessu stórbrotna náttúruhlaupi.

„Keppnin tókst einstaklega vel og þátttakendur og skipuleggjendur áttu frábæran dag og allir bættu sig á milli ára. Betra verður það varla,“ segir Einar Bárðarson, einn aðal skipuleggjandi NOW Eldslóðarinnar sem fram fór annað árið í röð, þann 4. september síðastliðinn.

Eldslóðin er stórbrotið utanvegarhlaup við borgarmörkin en hlaupið var frá Vífilsstaðarvatn, inn að Búrfellsgjá, þar upp að Helgafelli og aftur til baka að Vífilsstöðum. Boðið var upp á 28km, 9km og 5km leiðir. Töluverður vindur lék um hlauparana á köflum en hann hafði lítil áhrif á gleði keppenda eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Það var virkilega gaman að fá NOW með sem aðal styrktar aðila hlaupsins, ég er mjög kröfuharður á samstarfsaðila og vill vinna með vörumerkjum sem eg treysti og nota sjálfur. NOW er alhliða vörulína bæði fyrir almenning og afreksfólk og allt þar a milli og það er þannig sem hlaupið er hugsað. Bæði fyrir almenning með litla reynslu sem er að byrja og afreksfólk sem er búið að vera lengi að vinna að sínum utanvega hlaupa markmiðum,“ segir Einar Bárðarson að lokum.

Það voru þau Mari Järsk og Þorsteinn Roy Jóhannsson sem sigruðu 28 km NOW Eldslóðin að þessu sinni og óskum við þeim innilega til hamingju!

NÝLEGT