Now hráfæði prótein bitar

Now hráfæði prótein bitar

 

Botn

1 bolli möndlumjöl
1 bolli Now protein complex með creamy vanilla bragði
1 bolli pekan hnetur
3 msk döðlusýróp
3 msk kókosolía
1 msk hnetusmjör
Ögn af salti

Aðferð: Blandið öllum hráefnum saman í matvinnsluvél þar til deigið hefur klístrast saman og þrýstið deiginu í botninn á kökuformi. Setjið botninn í frysti í a.m.k. 15-20 mínútur.

Saltkaramellufylling

2 bollar steinlausar döðlur(lagðar í bleyti í 15 mínútur)
2 msk kókosolía
1 bolli möndlumjólk
1 tsk vanilludropar eða vanilluduft
1/4 tsk salt 

Aðferð: blandið saman öllum hráefnum í matvinnsluvél þar til blandan er orðin að þykkri karamellu. Takið kökubotninn úr frystinum og dreifið karamellunni yfir botninn. Geymið í frysti á meðan súkkulaðið er búið til.

Súkkulaði 

3/4 dl kókosolía
1 dl kakó
3 msk döðlusýróp
3-4 dropar English toffee stevia frá Now

Aðferð: Bræðið kókosolíuna og færið í skál með restinni af hráefnunum og blandið saman þar til súkkulaðið er orðið silkimjúkt. Dreifið súkkulaðinu yfir saltkaramellu fyllinguna og geymið í frysti í 20 mínútur áður en kakan er skorin í bita. Bitarnir geymast best í frysti.

Njótið vel!
Instagram: sigrunbirta
Sigrún Birta

 

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

NÝLEGT