Það er óhætt að segja að vinsældir hjólreiða á Íslandi fari vaxandi með degi hverjum. Flestir þeir sem una sér vel á hjólinu nýta sumarmánuðina til þess að hjóla útivið en um leið og haust- og vetrarlægðirnar fara að segja til sín flýja margir hjólagarpar í skjól líkamsræktarstöðva, nánar tiltekið í spinning tíma.
Þeir sem stunda spinning jafnt og þétt yfir vetrartímann þekkja vel mikilvægi þess að velja réttan fatnað og skó til þess að tryggja þægindi á hjólinu sem hjálpar þeim að auka styrk, þrek og þol. Hönnuðir og sérfræðingar hjá Nike eru sömuleiðis meðvitaðar um þetta og hafa nú framleitt nýja hjólaskó sem eru sérstaklega hannaðir til notkunar innanhúss.
Yfirbyggingin á skónum er úr léttu netaefni sem gerir það að verkum að loft á auðvelt með að komast þar út en einnig eru loftgöt á sólanum. Þetta getur reynst mikilvægt þegar hitinn í salnum fer að segja til sín. Þá eru sérstakir púðar með auka gripi undir sólanum til þess að auka grip, bæði á hjólinu sjálfu sem og til að labba á blautu gólfinu eftir góðan spinning tíma.
Festingar á pedalana fylgja einnig með skónum.
Skórnir fást í H Verslun, nánar hér.