Search
Close this search box.
Nýju æfinga- og hlaupabuxurnar frá NIKE

Nýju æfinga- og hlaupabuxurnar frá NIKE

Buxur9

Æfingabuxurnar eru einar af nýju týpunum sem Nike gerði og eru ekki margir sem vita af því að það séu komnar nýjar buxur og ég mæli hiklaust með því að kíkja á þær. Það var sett inn færsla þegar buxurnar komu sem ég ætla að láta fylgja hér með ef þið viljið fræðast meira um nýju æfingabuxurnar frá NIKE. 

* þessi færsla er unninn í samstarfi við Nike *

Æfingabuxur – Power Pocket Lux

Buxur1

Buxur2

Ég hef áður talað um pocket buxurnar áður. En það eru til tvær týpur af pocket buxunum, Power Pocket Hyper og Power Pocket Lux. Ég átti hyper buxurnar fyrir og hafa þær verið mínar uppáhalds buxur síðan ég fékk mér þær. Þær eru með litlum vasa á hliðinni á meðan lux buxurnar eru með mesh-i á innanverðum kálfanum sem gefur betri öndun. Einnig eru lux buxurnar með stærri vasa á hliðinni sem gerir þær öðruvísi í útliti. Þær eru þægilegar og renna ekki niður sem er mikill kostur. Það er mælt með því að taka þessar buxur í einni stærð minni en þú ert vanalega að taka, en ég tek báðar þessar buxur í XS. 

Buxur3

Æfingabuxur – Nike Power Sculpt 

Buxur4

Buxur6

Okei, ég viðurkenni það að ég var mjög efins með þessar buxur. Það eru til bæði svartar og gráar og ef ég hefði verið ein í búðinni hefði ég keypt svartar, alveg klárt! Stelpurnar í H Verslun ýttu á mig að prófa gráu buxurnar og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Þær eru geggjaðar! Það sem ég elska við þessar buxur eru detailarnir á buxunum. Þær eru bara ekki plain gráar buxur heldur eru þær flottar og fara öllum vel. Skemmtileg mynstur og einnig er mikill kostur hvað þær eru háar, þær ná alveg vel yfir nafla og veita mjög gott aðhald. Þessar buxur tek ég í S, sem hentar fínt. Ég mæli með því að fara út fyrir þægindarammann og kaupa sér gráar buxur, þú þarft að venjast því klárlega, ennn svo sannarlega þess virði. Alltaf gaman að brjóta upp á hversdagsleikann. 

Buxur8

Buxur7

Hlaupabuxur – Nike Epic Lux

Buxur15

Buxur143

Buxur10

Buxur11

Í ferðinni í leit að æfingabuxum ákvað ég að taka einar hlaupabuxur með mér í mátunarklefann. Mér finnst mjög gaman að taka spretti eða hlaupaæfingar og þá er alltaf gott að eiga einar hlaupabuxur. Frábærara buxur, þessar eru teyjanlegar og úr léttu efni sem gefur vel eftir. Þær eru einnig með reimum í mittinu svo þær haldast pikk fastar allt hlaupið. Það er eins með þessar og pocket buxurnar að það er mælt með því að taka stærðinni minni og tek ég XS í þeim buxum sem smellpassar. Ég hlakka til að nota þessar buxur í hlaupin í sumar. 

Buxur13

H Verslun var að opna nýja og betri vefsíðu, þau voru einnig að bæta við úrvalið af vörum hjá sér en nú fást NOW fæðubótarefnin þar og einnig INIKA förðunarvörurnar. Nú er miklu þægilegra og einfaldara að leita af vörum inná síðunni og er hún mjög notendavæn. Auðvitað er líka frábært að komast í H Verslun og fá fagmannlega aðstoð en stundum er gott að geta verslað á netinu. Ég mæli hiklaust með því að kíkja og skoða sig um!

Annars takk fyrir að lesa og ef þið hafið eitthverjar spurningar varðandi buxurnar, þá megið þið endilega senda á mig. Hér er instagramið mitt. 

 Aldís Ylfa

NÝLEGT