Nýr æfingaskór – Nike Metcon Free

Nýr æfingaskór – Nike Metcon Free

Metcon Free er nýr æfingaskór frá Nike sem sameinar léttleika og sveigjanleika Nike Free tækninnar og endingu og stöðugleika Nike Metcon skónna. Með eiginleikana úr þessum tveim skóm verður til skór sem hentar einstaklega vel í stutt hlaup, bootcamp, styrktaræfingar og WOD.

Yfirbyggingin er úr léttu möskva efni sem er einstaklega endingargott og þolir vel álag í alskyns æfingum. Sérstakt gúmmíefni umlykur álagspunkta á hliðum sem minnkar slit við æfingar á borð við kaðlaklifur.

Sólinn á skónum er með djúpum raufum sem gerir sólann einstaklega sveigjanlegan og leyfir honum að hreyfast í allar áttir við fjölbreyttar æfingar. Sólinn veitir því mjög náttúrulegan hreyfiferil og léttleika á æfingunni.

Miðsólinn er úr mjúku gúmmí efni sem veitir mýkt í niðurstigi og dempun í hoppum. Stífara gúmmí umlykur svo mjúka efnið sem veitir stuðning og stöðuleika í æfingum sem krefjast þess.

Flywire tækni í yfirbyggingu veitir utanumhald um fótinn og kemur í veg fyrir að hann renni til í skónum og myndi nuddsár eða hælsæri.

Umfram allt þá er Metcon Free fullkominn skór fyrir þá sem vilja skó sem henta í fjölbreytta hreyfingu og æfingar. Skórinn er frábær í stutt hlaup, bootcamp, styrktaræfingar og í ræktina. Svo sannarlega hægt að segja að þetta sé einn með öllu.

Þú færð Nike Metcon Free í H Verslun.

Höfundur: Hlynur Valsson, vörumerkjastjóri Nike á Íslandi

NÝLEGT