Search
Close this search box.
Nýr Vomero 14

Nýr Vomero 14

Vomero hlaupaskórinn er þekkt stærð í hlaupaheiminum. Núna í janúar kom út nýjasta útgáfan af skónum, Air Zoom Vomero 14. Skórinn hefur tekið talsverðum breytingum frá fyrri útgáfu og lítur vægast sagt vel út.

Vomero 14 tekur dempun og stuðning við niðurstig og frástig á næsta stig. Stór Zoom Air loftpúði er undir öllum sólanum sem veitir bæði dempun og mýkt í niðurstigi og einnig stuðning og orku í frástigið. React dempunarefnið er einnig uppistaðan í sólanum en það vinnur einstaklega vel með loftpúðadempuninni og gefur hlauparanum einstaka tilfinningu í hverju skrefi.

Tungan í skónum er saumuð saman að hluta til sem gerir það að verkum að hún rennur ekki til hliðar og ertir eða pirrar hlauparann. Hælkappinn er útbúinn sérstökum púðum sem lagast að hælnum og veitir því ennþá betri stuðning og kemur í veg fyrir að hællinn renni til og myndi hælsæri eða sár.

Skórinn er einnig með Flywire reimakerfi í yfirbyggingu sem heldur utan um fótinn og eykur stöðuleika. Einnig minnka líkurnar á að fóturinn renni til og myndi nuddsár. Ysta lag sólans er útbúið slitsterkri gúmmíblöndu sem gerir skóinn endingarbetri en forveri sinn. Einnig veitir gúmmíið meira grip í bleytu og hálku.

Vomero 14 er skór sem hentar öllum hlaupurum hvort sem um er að ræða byrjendur eða lengra komna. Vomero er búinn allri flottustu tækninni sem Nike hlaupskór bjóða uppá og ætti því að veita meiri ánægju og þægindi við hlaupin. Vomero fæst inná vefverslun H Verslun og einnig í helstu íþróttabúðum landsins.

Höfundur: Hlynur Valsson – Vörumerkjastjóri

NÝLEGT