Öðruvísi smjör

Öðruvísi smjör

Monki: Hráefni úr hæsta gæðaflokki

Við verðum að að velja réttu vörurnar og skoða innihaldið. Við á H Magasín vitum um eina tegund af hnetu- og sesamsmjöri sem er skotheld en það er hnetu- og sesamsmjörið (tahini) frá Monki. Það er lífrænt, mjólkurlaust, glútenlaust og án viðbætts sykurs. Smjörin innihalda hráefni úr hæsta gæðaflokki sem tryggir hreina og heilsusamlega afurð með ríkulegu bragði. Það er hægt að nota hnetu- og sesamsmjör á svo ótrúlega marga vegu en okkur fannst tilvalið að töfra fram örfáar ofureinfaldar uppskriftir fyrir ykkur.

Einföld satay hnetusósa

1 msk ferskt engifer, smátt saxað
1 msk sojasósa
2 msk gróft hnetusmjör frá Monki
2 msk sweet chili sósa
2 msk hunang
1/4 bolli vatn

Aðferð: Setjið öll innihaldsefnin á pönnu, hrærið saman og leyfið að malla. Þessi sósa er æðisleg með kjúkling, núðlum og grænmeti sem dæmi.

Hollara súkkulaðismjör

6 msk heslihnetusmjör frá Monki
3 msk ósætt kakóduft (eða meira, fer eftir súkkulaðismekk)
2 msk hreint hlynsíróp (eða meira ef þú vilt hafa það sætara)

Aðferð: Setjið allt í pott og hrærið saman yfir vægum hita þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið í falelga krukku til dæmis eða skál. Hugmyndirnar hér fyrir not eru óendanlegar. Hægt er að smyrja súkkulaðismjörinu ofan á ristað brauð, croissant, pönnukökur eða kökur, nota sem ídýfu fyrir ávexti eða sem fyllingu í döðlur fyrir hollt og ljúffengt milimál.

Himneskur hummus á fimm mínútum

Ein krukka af kjúklingabaunum frá Himneskri Hollustu (skolaðar, t.d. í sigti)
1 hvítlauksgeiri
1 msk ferskur sítrónusafi
1/4 bolli tahini/sesamsmjör frá Monki
2-3 msk ólífuolía frá Himneskri Hollustu
Klípa af sjávarsalti
3-4 msk vatn (meira ef þú vilt hafa hann þynnri)

Aðferð: Allt sett í blandara eða matvinnsluvél og blandað þar til alveg maukað. Hægt að geyma í ísskáp í allt að 5 daga í lofþéttu íláti.

Hnetusmjör Monki

Höfundur: H Talari

NÝLEGT