Uppskrift
- 1 bolli hnetur. Ég átti til kasjú- og pekanhnetur og notaði þær. Það er hægt að kaupa risapoka af muldum kasjúhnetum í Krónunni á mjög góðu verði.
- 1 bolli kókosmjöl frá Himneskri Hollustu.
- 1 bolli hafrar.
- 1/2 bolli kakónibbur frá Himneskri Hollustu.
- Kanill eftir smekk.
Allt sett í matvinnsluvél í stutta stund og síðan fært yfir í skál.
- Sirka 8 ferskar og djúsí döðlur (eru nánast eins og karamella).
- Smá plöntumjólk (ég átti til kókosmjólk en hægt að nota vatn líka).
- Smá hlynsíróp frá Good Good Brand.
- Vanilludropar.
Sett í matvinnsluvélina og blandað saman þar til orðið að gumsi. Síðan er þessu bætt saman við hnetublönduna í skálinni og öllu hrært saman. Passaðu bara að þetta verði ekki of blautt, byrjaðu á að setja minna af gumsinu en meira og sjáðu hvað þú þarft mikið. Ef þú vilt hafa þetta hrátt (rawnola) þá er þessu bara skóflað t.d. í fallega krukku eða box en ef þú vilt fá crunch þá er þetta fært yfir á meðalheita pönnu og ristað þar til orðið fallega gullinbrúnt. Gott að leyfa því að kólna síðan á disk áður en það er sett í krukku/box, þá fær það meira crunch.