Search
Close this search box.
Ofurhræringur Begga Ólafs fyrir orku og endurheimt

Ofurhræringur Begga Ólafs fyrir orku og endurheimt

 Bergsveinn skrifar:

Ég gef nokkur heilráð þegar ég er spurður út í mataræði. Eitt af mínum heilráðum er að bæta inn grænu í mataræðið. Þá er ég aðallega að tala um grænmeti eins og grænkál, spínat, rauðrófublöð, brokkolí, spírulínu, chlorellu, hveitigras og fleira. Þessi fæða er stútfull af orku, vítamínum og steinefnum. Ein frábær leið til að innbyrgða meira grænt er að drekka salat. Hljómar ekki mjög spennandi en hinsvegar er það ekki alslæmt. Það er hægt að búa til góðan hræring sem inniheldur vel af grænu.

Ég hef hinsvegar varað fólk við hvað spírulína, hveitigras og chlorella sé bragðvont, þangað til ég prófaði Green Phytofoods frá Now. Green Phytofoods er bætiefni sem inniheldur mikið af grænni fæðu og ótrúlegt en satt þá bragðast duftið nokkuð vel. Mér finnst því tilvalið að setja Green Phytofoods í hræringinn minn og ég mæli með því þar sem mér finnst vanta græna fæðu inn hjá mörgum Íslendingum. 

Hræringurinn hér að neðan er tilvalinn sem morgunmatur sem gefur orku út daginn eða/og fyrir erfið átök. Hann er líka frábær strax eftir átök fyrir endurheimt þar sem það er mikilvægt að innbyrgða mat sem inniheldur prótein, fylla glýkógen byrgðir líkamans og ná réttu vökvastigi. Prófið þennan ofurhræring, þið munuð ekki sjá eftir því. 

Innihald

  • 75 gr grænkál/spínat/rauðrófublöð
  • 2 bananar
  • 1/2 msk möndlusmjör
  • 1 msk hampfræ
  • 1 msk hörfræ
  • 1 tsk maca duft
  • 1 tsk Green Phytofoods frá Now
  • 1 bolli af frosnum bláberjum
  • 3 bollar kókosvatn

Innihaldsefnin fara rakleiðis í blandarann.

18950060_223214001523862_2144457581546962944_n

18645683_1869728590012453_8364090076111568896_n

PhytoFoods

Höfundur: Bergsveinn Ólafsson

Instagram: beggiolafs

 

 

NÝLEGT