Erna Kristín Stefánsdóttir, áhrifavaldur og guðfræðingur heldur úti Instagram-reikningnum Ernuland sem er með yfir 25 þúsund fylgjendur. Erna er móðir þriggja drengja og er dugleg að deila frá bæði ísköldum raunveruleikanum sem og gleði og hamingjustundum lífsins. En hver er konan á bak við Ernuland?
Konan á bakvið Ernuland er fyrst og fremst móðir, amk þessa stundina er lítið annað sem kemst að. Hún er líka prestmenntuð ADHD ævintýralandi kaffidrykkju kona sem boðar jákvæða líkamsímynd & elskar að miðla raunveruleikanum á samfélagsmiðlunum.
2. Hvað á hug þinn þessa daganna?
Börnin mín eiga hug minn allan. Það er ekki ein fruma í mér sem er ekki fléttuð og saman tvinnuð við móðurhlutverkið. Mér finnst það bara ágætt. Ég elska að vera mamma & ég elska að njóta þess í allri sinni dýrð og beiska raunveruleika sem það hlutverk hefur uppá að bjóða.
3. Hvernig er dagleg rútína hjá ykkur fjölskyldunni?
Tvíburarnir vakna á milli klukkan sex og sjö og þá förum við fram úr. Undirrituð fær sér kaffi á meðan hún undirbýr morgunmat. Síðan komum við þeim niður í fyrsta lúr og þá kemur 8 ára unglingurinn fram og þá yfirleitt fer pabbinn í morgunmatinn fyrir þann eldri og ég í göngutúrinn að svæfa. Við plönum vanalega hlutina ekkert sérstaklega heldur hlustum á orkuna okkar, tundum erum við í stuði fyrir roadtrip og stundum bara alls ekki. Stundum er best að hnoðast saman heima og kíkja í göngutúra á meðan næsta dag er öllu tjaldað til og lagt af stað þangað sem vegurinn leiðir okkur.


„Við tökum hlutunum ekki of alvarlega. Við erum bestu vinir sem hjálpar í þreytunni og streitunni svo við getum verið í hláturskasti og haft mjög gaman á krefjandi mómentum.“
4. Hvernig myndir þú lýsa tvíburunum þínum?
Þeir eru eftirmynd stóra bróður síns. Það er augljóst að hér er ein blanda í mix-inu. Þeir stoppa aldrei. Það er alltaf gaman og það er alltaf tími fyrir djók, líka í miðjum grátköstunum. Þeir eru algjörir gosar en á sama tíma miklar tilfinningaverur.
5. Hvað gerir þú til þess að hlaða batteríin?
Ég reyni að hlaða þau með göngutúrum, þegar veður leyfir. Svo er ég líka rosalega dugleg að hunsa draslið og hlamma mér upp í sófa og skrolla niður heilalaust Tiktok. Stundum er það akkúrat það eina sem þarf til að ná andanum áður en tvíburarnir vakna aftur.
6. Hvað gerið þið „hjúin“ til þess að rækta sambandið?
Við tökum hlutunum ekki of alvarlega. Við erum bestu vinir sem hjálpar í þreytunni og streitunni svo við getum verið í hláturskasti og haft mjög gaman á krefjandi mómentum. Síðasta ár hefur verið það allra erfiðasta í lífi okkar beggja, en okkur hefur tekist að standa saman í gegnum þennan rússíbana af missi og svefnleysi með húmor og dass af „þetta reddast“ við erum meðvituð um að þetta er kafli og erum ekki að stressa okkur á rómantík eða rólegheitar tíma bara við tvö. Við elskum að vera saman að klessast í gegnum daginn með krökkunum í þessu kaós-i sem fylgir því að vera með mörg börn og erum dugleg að peppa og knúsa hvort annað á meðan hringiðan heldur áfram að snúast í kringum krakkana.


„Þeir bara algjörlega elska Holle og er það ómissandi partur af matseðlinum á okkar heimili.“
7. Hvað finnst þér best að gefa tvíburunum þínum að borða?
Þeir elska að borða, sem ég er svo svo svo þakklát fyrir. Við erum að gefa þeim allt og dugleg að smakka eitthvað nýtt. Þeir elska skvísurnar frá Holle sem hefur verið okkar haldreipi í gegnum óteljandi veikindi síðasta árið þegar matarlystin er ekki upp á sitt besta þá vilja þeir samt alltaf Holle. Það róar mömmuhjartað að vita að þeir eru þó að fá góða næringu í litlu veikingakroppana.
8. Af hverju velur þú Holle fram yfir önnur barnamatarmerki?
Ég treysti Holle. Það er svona það allra helsta. Ég hef lesið mig til um Holle, gæðin, framleiðsluna og afurðirnar og ég er svo róleg í hjartanu þegar ég gef þeim Holle að fyrir mig er það allt. Fyrir utan það að þeir bara algjörlega elska Holle og er það ómissandi partur af matseðlinum á okkar heimili.
9. Hvaða Holle vara er í uppáhaldi hjá ykkur?
Þær eru nokkrar, Fannel Frog, Pamda Peach & Banana Lama eru eflaust þær allra vinsælustu. Svo kemur Kiwi Koala sterk inn og Berry puppy líka, Carrot Cat er farin að verða vinsælli og vinsælli líka hjá þeim en það skiptir nánast engu máli hvaða skvísu ég tek, þær hverfa ofan í þá á núll einni og ekkert til spillis.

