Search
Close this search box.
Mikilvægi Omega-3 fyrir heilsu okkar

Mikilvægi Omega-3 fyrir heilsu okkar

Að taka inn Omega-3  fjölómettar fitusýrur getur haft ótrúleg áhrif á heilsu okkar, bæði fyrir líkamann sem og fyrir heilann. Í raun hafa fá næringarefni verið jafn vel rannsökuð og Omega-3 fitusýrur en þessar rannsóknir sýna ótvírætt fram á mikilvægi þess að borða mat sem inniheldur Omega-3 eða taka inn bætiefni sem inniheldur fitusýrurnar.

Ástæðurnar fyrir því hvers vegna líkaminn þarf Omega-3 fitusýrur eru fjölmargar en hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

1. Omega 3 gegn kvíða og þunglyndi

Þunglyndi er ein algengasta tegund geðröskunar í heiminum en einkenni þunglyndis geta m.a. verið depurð, svefnsýki, sinnuleysi og almennt áhugaleysi gagnvart lífinu. Kvíði aftur á móti lýsir sér í stöðugum áhyggjum og óróleika eða taugaveiklun.

Rannsóknir á undanförnum árum hafa gefið til kynna að fólk sem tekur reglulega inn Omega 3 er ólíklegra til þess að vera að þjást af þunglyndi, samanborið við þá sem fá ónægt magn af Omega 3 í gegnum fæðu eða bætiefni.

Þar að auki hafa rannsóknir einnig gefið til kynna að fólk, sem upplifir þunglyndi og/eða kvíða, sem byrjar að taka inn Omega-3 bætiefni, verður betra af einkennunum og upplifir einhverskonar bata.

Til eru þrjár tegundir af Omega-3, þ.e. ALA, EPA og DHA. Af þessum þremur er EPA besta vörnin þegar kemur að baráttunni við þunglyndi.

2. Mikilvægi Omega-3 á meðgöngu og fyrstu árin

Omega-3 er gríðarlega mikilvægt fyrir heilastarfsemi og þroska ungbarna. Það að taka inn Omega-3 olíur á meðgöngu er tengt við fjöldan allan af heilsufarslegum ávinningum fyrir barnið, þar á meðal:

  • Auknir vitsmunir og greind
  • Aukin félagsleg færni
  • Minni hætta á ADHD og einhverfu
  • Færri hegðunarleg vandamál

3. Omega-3 getur minnkað líkurnar á hjartasjúkdómum

Dauðsföll sem rekja má til hjartasjúkdóma eru algengustu dauðsföllin í heiminum.

Á síðastliðnum áratugum hafa rannsakendur tengt neyslu á fiskafurðum við lægri líkur á hjartasjúkdómum og eftir því sem rannsóknum fleytti fram kom í ljós að skýr tengsl voru á milli neyslu á fæðu sem innihélt Omega-3 og lægri líkum á hjartasjúkdómum.

4. Omega-3 gegn bólgum í líkamanum

Bólgur eru eðlilegt svar líkamans við sýkingum og meiðslum í líkamanum. Þar með eru bólgur nauðsynlegar heilsu okkar.

Hins vegar geta bólgur myndast í líkamanum og staldrað við til lengrí tíma, án þess að um sýkingu eða meiðsli er að ræða. Þegar slíkt gerist er gjarnan talað um krónískar bólgur og þeim getur fylgt ýmsar heilsufarslegar áhættur, til dæmis hjartasjúkdómar og krabbamein, sem og miklir verkir í vöðvum og liðum líkamans.

Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt fram á það að með inntöku á Omega-3 er hægt að draga úr bólgusvörun líkamans og þannig minnka áhættuna á krónísku ástandi sem mögulega leiðir til alvarlegra sjúkdóma og lífshættulegra einkenna.

5. Omega-3 er hollt fyrir liði og bein

Rannsóknir hafa gefið til kynna að Omega 3 getur aukið styrk í beinum með því að auka kalk og þannig minnka líkurnar á beinþynningu og öðrum tengdum sjúkdómum. Þá geta Omega-3 fitusýrur einnig hjálpað þeim sem kljást við liðagigt en rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli þess að taka inn Omega-3 og minni verkja í liðamótum hjá áður nefndum hópi.

6. Omega-3 getur bætt svefninn

Góður nætursvefn er algjör lykilforsenda góðrar heilsu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli svefnleysis og fjölda sjúkdóma en sem dæmi má nefna tengsl milli svefnleysis og offitu, sykursýki og þunglyndis. Þá getur lágt magn Omega-3 í líkamanum aukið líkur á svefnvandamálum hjá börnum sem og kæfisvefns hjá fullorðnum. Þá getur lágt magn hormónsins melatónin, sem hjálpar líkamanum að slaka á og sofna, stafað af vöntun á Omega-3.

Þannig getur Omega-3 haft mikil áhrif á svefninn og gæði hans.

7. Omega 3 er gott fyrir húðina

DHA sem finna má í omega-3 fitusýrum gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu húðarinnar. Þessar fitusýrur tryggja heilbrigði húðfruma sem eykur mýkt, raka og styrkleika húðarinnar. Inntaka á Omega-3 fitusýrum getur einnig dregið úr öldrun húðarinnar sem og dregið úr líkum á bólum. Þá geta þær einnig varið húðina fyrir óæskilegum áhrifum sólarinnar með því að koma í veg fyrir myndun ákveðinna efna í húðinni sem éta upp kollagen forða húðarinnar eftir veru í sólinni.

Hvernig tryggjum við nægilegt magn Omega-3?

Besta leiðin til þess að tryggja nægilegt magn af Omega-3 í líkamanum er að annars vegar fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur úr fæðunni, þ.e. úr feitum fiski, hnetum og olíum, svo dæmi séu tekin, eða taka inn bætiefni sem inniheldur Omega-3, til dæmis Omega-3 töflur eða fljótandi olíu frá NOW.

Þessi grein byggir á áður útgefnu efni af vef Healthline.

NÝLEGT