Ertu kaffi eða te megin í lífinu?
Það skiptir í raun engu máli, því hægt er að nota annaðhvort kaffi eða te í Rocket Fuel Latte drykkinn frá Ásdísi Grasa. Rocket Fuel Latte er jafnframt kvenútgáfan af Bulletproof drykknum fræga, en Ásdís bætir hér við smávegis af próteini til móts við fituna og koffínið til að halda hormónakerfinu í betra jafnvægi.
Þessi drykkur er tilvalinn í morgunsárið, sneisafullur af hollri fitu og próteini og sérlega bragðgóður.
Innihald
- 1 bolli heitt kaffi eða te
- 1 msk MCT oil vanilla/hazelnut frá Now
- 1 msk kakósmjör eða íslenskt smjör
- 1 msk hampfræ frá Himnesk Hollusta
- 1 msk Collagen peptides frá Now
- 2-3 dropar English Toffee stevia frá Now
Blandið öllu í blandara (nema kollageni) í ca 1 mínútu á hæsta hraða. Bætið kollagen dufti út í á síðustu 10 sek. Þið getið notað 1 msk af kókósolíu í stað MCT olíu ef viljið eða kakósmjör.