Fyrir þessa uppskrift þá mæli ég með að nota matvinnsluvél. Ég persónulega hef ekki prófað að nota blandara í þessa uppskrift en þið getið prófað að nota blandara ef þið eigið ekki matvinnsluvél. Persónulega finnst mér matvinnsluvélin betri í svona uppskriftir þar sem hráefnið þarf að blandast vel saman og enda sem límkennt deig og finnst mér matvinnsluvélin tilvalin í slíkt verk!
Innihald:
- 2 dl af tröllahöfrum frá Himneskri Hollustu
- 15-20 stk döðlur frá Himneskri Hollustu (lagðar í heitt bleyti í ca. 5 mín)
- 10-12 stk þurrkaðir eplahringir frá Horizon
- 1 dl af valhnetum eða möndlum frá Himneskri Hollustu (ég mæli með að rista hneturnar/möndlurnar ef þú vilt en það gefur sterkara bragð)
- 1-2 msk af hlynsírópi frá Naturata
- 1-2 msk af kanil frá Himneskri Hollustu
Aðferð:
Byrjið á því að setja döðlurnar í heitt bleyti í um að bil 5 mínútur, þ.e.a.s. hitið vatn, leggið döðlurnar í stóra skál og hellið heita vatninu yfir döðlurnar en þetta mýkir döðlurnar. Ekki nota heitt kranavatn! Hellið vatninu frá döðlunum í vaskinn þegar 5 mínútur eru liðnar og setjið döðlurnar ásamt restina af hráefninu í matvinnsluvél og blandið vel saman.
Ef deigið verður of þurrt getið þið bætt við nokkrum dropum af heitu vatni og hrært áfram. Þegar hráefnið er orðið að límkenndu deigi skal rúlla því upp í kúlur. Ef þið viljið setja kúlurnar í aðeins óhollari búning þá er hrikalega gott að rúlla kúlunum upp úr kanilsykri, maður má nú leyfa sér stundum, ekki satt?
Geymið kúlurnar í nestiboxi eða glerkrukku og inn í kæli í allt að viku eða jafnvel í frystinum ef þið viljið.
Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats
Þangað til næst, verið heil og sæl!
Höfundur: Asta Eats