Orkuríkar pönnsur með súkkulaðisósu

Orkuríkar pönnsur með súkkulaðisósu

 

 

Þær einföldu 

1 þroskaður banani
2 egg
1/2 dl haframjöl eða möndlumjöl
1 tsk vanilludropar (má sleppa)
Kanill eftir smekk (má sleppa)

Þær trefjaríku 

1 þroskaður banani
3 egg
1/2 dl haframjöl eða möndlumjöl
1 tsk chia fræ
1 tsk hörfræ
1 tsk hampfræ
1 tsk vanilludropar (má sleppa)
Kanill eftir smekk (má sleppa)

Þær próteinríku

1 þroskaður banani
3 egg
1 skeið/ausa prótein að eigin vali
1 tsk vanilludropar (má sleppa)
Kanill eftir smekk (má sleppa)

Aðferð: Einfaldast er að setja öll hráefnin í blandara en einnig er hægt að setja allt í skál og blanda saman með töfrasprota. Ef þú átt ekki græjur til þess er ekkert mál að stappa bananann í skál og blanda svo restinni af hráefnunum saman við. Pönnukökurnar eru eldaðar á meðalheitri pönnu upp úr kókosolíu eða smjöri til dæmis.

Súkkulaðisósa

1 kúpt msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
1 msk hreint hlynsíróp eða 4 dropar súkkulaði stevía ef þú vilt hafa hana sykurlausa
1 kúpt msk hreint og ósætt kakó frá Naturata
Smá klípa sjávarsalt (má sleppa)

Aðferð: Allt sett í skál og skálin sett ofan í heitt vatn svo að olían bráðni. Síðan er öllu hrært saman og hellt yfir pönnsurnar en þessa sósu er einnig hægt að nota t.d. sem ídýfu fyrir ávexti eða ofan á kökur.

 

Höfundur: H Talari

 

 

NÝLEGT