1. Sólgleraugu, á óskalistanum fyrir sumarið eru ný sólgleraugu.
2. Veggljós frá Design By Us, fæst í Snúrunni. Þetta ljós fangaði strax hjarta mitt þegar ég kom við í versluninni í desember. Ég er meira að segja búin að ákveða hvar það á að vera. Einn daginn verður það mitt.
3. Loftljós frá House Doctor, fæst í Fakó Verzlun. Við eigum ennþá eftir að finna okkur loftljós yfir sófaborðið okkar og ég held að þetta yrði fullkomið, sérstaklega við sófaborðið hér að neðan.
4. Sófaborð frá Bolia, fæst í Snúrunni. Það sem ég elska þessa búð. Borðið sá ég í sömu heimsókn minni í Snúruna, ég hef ekki hugsað um annað síðan. Það fæst í tveimur stærðum 60 cm og 90 cm, hugsa að ég velji stærri gerðina. Við Hlynur fjárfestum í nýjum sófa á nýju ári svo þetta dásamlega borð smellpassar við. Þetta verður klárlega næstu húsgagnakaup.
5. Síðkjóll frá Ganni, fæst í Geysi. Það er árshátíð í vinnunni hjá mér í byrjun apríl. Þessi fallegi kjóll kemur sterklega til greina!
Takk fyrir að lesa <3
Þangað til næst!Hlín Arngrímsdóttir