Ostakex Óðals í ketó búning

Ostakex Óðals í ketó búning

Það getur verið freistandi öðru hvoru að leyfa sér góða osta á ketó mataræði þar sem þeir innihalda allra jafna engin kolvetni. Hið hefðbundna Ritz kex er þó ekki sérlega ketó vænt og því þarf að finna góðan staðgengil fyrir það. Þú þarft þó ekki að leggja höfuðið í bleyti eða hringja í vin og fá ráð, uppskriftin að slíku kexi er hér fyrir neðan og kemur, sem fyrr, frá Maríu Kristu.

Innihald:

  • 250 g Ísbúi
  • 100 g möndlumjöl NOW
  • 2 1/2 msk gróft husk eða 2 1/2 tsk fínt husk
  • saltklípa
  • 1 msk kúmen

Aðferð:

Rífið niður ísbúann og setjið í skál, blandið vel möndlumjölinu, husk og kryddum saman við.

Hitið í 30 sek í örbylgjuofni til að mýkja deigið og dreifið því svo á plötu. Gott að nota smjörpappír undir og yfir eða silkonmottu ég nota mottu frá Tupperware sem er algjör snilld.

Þrýstið með fingrunum og fletjið út deigið þar til flatt.

Rennið í gegn með pizzahjóli og búið til ferninga eða þríhyrninga.

Bakið nú við 180° hita með blæstri í 10-15 mín

Látið kólna og brjótið svo niður í kex.

NÝLEGT