Innihald
- 1 stappaður þroskaður banani
- 2 egg
- 1 eggjahvíta
- 2 msk kókosmjöl
- Dass af kanil
- Einn tappi af vanilludropum
Aðferð
Ég byrja á að hita pönnuna áður en ég geri deigið svo að hún sé klár um leið og deigið er klárt. Síðan stappa ég bananann í stórri skál og hræri eggjunum og öllu hinum saman við. Set smá steikingarolíu eða kókosolíu á pönnuna og baka pönnsurnar. Ég sný þeim við þegar það eru komnar nokkrar loftbólur ofaná pönnsuna og það er hægt að renna spaðanum undir og snúa þeim.
Ég setti jarðaber og súkkulaðismyrju ofan á en mér finnst alveg eins gott að borða þær eintómar, eða með hnetusmjöri, kanil eða einhverju öðru gúmmelaði. Þetta er líka bara ein útgáfan sem ég geri en ég set oft líka haframjöl og/eða chia-fræ. Það er hægt að gera allskonar mismunandi útgáfur af þessum pönnsum.
Ég vona að sunnudagurinn ykkar verði virkilega afslappaður og kósí!
Indíana
Hey, hey! Indíana hér. Rólegheitin eru að ná nýjum hæðum hérna hjá mér þennan sunnudaginn sem er virkilega kærkomið eftir vikuna. Það er spáð brjáluðu veðri þannig það er um að gera að slappa af heima og hvað er þá betra en að gera sér ljúffengan morgunmat/bröns?
En ég þarf að viðurkenna eitt fyrir ykkur … Ég byrjaði að spila jólalög 1. nóvember. Það er bara svo alltof kósí. Þegar ég var í lögfræðinni hlustaði ég alltaf á jólalög í jólaprófunum og þar sem ég byrjaði snemma að læra fyrir þau byrjaði ég líka snemma að hlusta á jólatónlist. Ég tengi hana við rólegheit og vellíðan, þannig af hverju ekki að byrja snemma?