Search
Close this search box.
Óviðjafnanleg Búddaskál Lindu Ben

Óviðjafnanleg Búddaskál Lindu Ben

„Hver elsk­ar ekki of­ur­ein­fald­an, ótrú­lega góðan, fljót­leg­an og holl­an mat?“ spyr Linda Ben og við tök­um að sjálf­sögðu und­ir það. Sjálf seg­ist Linda elska upp­skrift­ir sem upp­fylli öll þessi skil­yrði. „Þessi sítr­ónu búdda­skál með kínóa og græn­meti er ein­mitt akkúrat þannig, of­ur­ein­föld, ótrú­lega góð, fljót­leg og holl!“

Linda seg­ir að það sé frem­ur stutt síðan hún upp­götvaði al­menni­lega kínóa en síðan þá sé það í ein­stöku upp­á­haldi hjá henni.

„Það tek­ur stutt­an tíma að elda það, u.þ.b. 15 mín. Það er prótein­ríkt, inni­held­ur fullt af góðum víta­mín­um, steinefn­um, trefj­um og andoxun­ar­efn­um, sann­kölluð of­ur­fæða. Það er ekki bragðmikið og geng­ur því með ótrú­lega mörgu. Áferðin á því minn­ir svo­lítið á hrís­grjón og pasta, nema að grjón­in eru mun smærri. Dótt­ir mín sem er 2½ árs og get­ur verið mjög vand­lát þegar kem­ur að mat, elsk­ar kínóa, og mér finnst það segja mikið um ágæti þess.“

Linda seg­ir að auðvelt sé að leika sér með þenn­an rétt og nota það græn­meti sem til er hverju sinni. „Ég held mig samt yf­ir­leitt við að smella kjúk­linga­baun­um með til að fá meiri fyll­ingu í rétt­inn. Sítr­ónu­olí­an og ólíf­urn­ar finnst mér líka al­gjör­lega ómiss­andi en þær koma með svo ferskt og gott bragð.“

„Ég vil rétt benda á hversu gott það er fyr­ir okk­ur og nátt­úr­una að velja líf­rænt. Bæði í ferskvör­um, eins og ávöxt­um og græn­meti, og hillu­vör­um, eins og ólíf­um, baun­um og korn­vör­um. Það er meðal ann­ars ekki notað neitt skor­dýra­eit­ur við fram­leiðslu líf­rænna vara en það hef­ur verið sýnt fram á hversu ótrú­lega skaðlegt það er fyr­ir okk­ur og nátt­úr­una.“

Sítr­ónu­búdda­skál með kínóa og græn­meti

 • 2 dl kínóa frá Muna
 • 1 msk bragð- og lykt­ar­laus kó­kosol­ía frá Muna
 • 300 g asp­as
 • 1 krukka kjúk­linga­baun­ir frá Muna
 • 2 gul­ræt­ur
 • 100 g kirsu­berjatómt­ar
 • 1 sítr­óna
 • Salt og pip­ar
 • Sítr­ónu­olía frá Muna
 • Ses­am­fræ

Aðferð:

 1. Setjið 2 dl kínóa í pott og bætið 4 dl af vatni út í, sjóðið ró­lega með lokið á pott­in­um í uþ.b. 10 mín, takið lokið af pott­in­um og haldið áfram að sjóða þar til allt vatnið hef­ur gufað upp. Fylg­ist vel með og passið að brenna ekki kínóað.
 2. Brjótið harða end­ann af aspasn­um.
 3. Setjið kó­kosol­íu á pönnu og steikið asp­asinn í u.þ.b. 5 mín á meðal hita. Bætið kjúk­linga­baun­un­um út á og kryddið með salti og pip­ar. Rífið gul­ræt­urn­ar út á pönn­una og steikið í u.þ.b. 5 mín, kryddið með salti og pip­ar.
 4. Rífið börk­inn af sítr­ón­unni út á pönn­una og kreistið saf­ann úr henni, skerið tóm­at­ana í fernt og setjið á pönn­una til að hita þá.
 5. Setjið kínóa í skál­ar og skiptið græn­met­inu á milli skál­anna. Dreifið ses­am­fræj­um yfir, u.þ.b. 1 tsk. yfir hverja skál og hellið ör­lít­illi sítr­ónu­olíu yfir.

Sítrónu búddaskál með kínóa og grænmeti – Linda Ben

NÝLEGT