Search
Close this search box.
Pastasalat með kjúkling og avocado

Pastasalat með kjúkling og avocado

 Innihald:

  • 250 grömm af heilhveiti penne frá Himneskri Hollustu 
  • 1/2 – 1 kjúklingur* (fer eftir hversu mikinn kjúkling maður vill hafa í salatinu)
  • 1,5 dl af kasjúhnetum frá Himneskri Hollustu
  • 1 stór avocado 
  • 100 grömm af salatblöndu að eigin vali 
  • 1 krukka af fetaost í kryddolíu (ca. 325 grömm)
  • Tómatar eftir smekk (ég mæli með kirsuberjatómötum)

 Pastasalat

Aðferð

*Ef þið steikjið ykkar eigin kjúkling mæli ég með að gera það fyrst og leyfa honum svo að kólna.

Byrjið á því að rista kasjúhneturnar á pönnu á meðalháum hita. Það þarf ekki að setja neina olíu eða eitthvað slíkt á pönnuna heldur bara setja hneturnar út á og hrista pönnuna af og til svo að þær ristast jafnt. Hneturnar mega alveg vera með svarta bletti á sér eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan en það er ekkert brunabragð af þeim. 

Næst skal sjóða pastað og rífa kjúklinginn niður í litla bita. Þegar pastað er tilbúið skal hella því í gegnum sigti og kæla það undir köldu vatni. Þegar búið er að rista kasjúhneturnar, sjóða og kæla pastað og rífa niður kjúklinginn þá er flest allt komið! Skerið niður tómata eða bara það grænmeti sem þið viljið nota og setjið öll hráefnin í stóra skál, hellið svo allri krukkunni af fetaostinum yfir og blandið öllu vel saman. Ég nota enga dressingu fyrir þetta salat því kryddolían frá fetaostinum gefur svo gott bragð. 

Þessi uppskrift er fyrir 4-5 manns en ég geri alltaf stóra uppskrift fyrir mig og kærastann til þess að eiga afgang í hádegismat daginn eftir. Salatið geymist inn í kæli í 3-4 daga. 

Njótið!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu

Höfundur: Asta Eats 

 

NÝLEGT