Personal Planner

Personal Planner

Planner7Í fyrra heyrði ég frá síðu sem heitir Personal Planner , þar hannar þú þína eigin dagbók frá grunni og ég ákvað að prófa hana. Ég pantaði mér bók í fyrra fyrir 2017 og aftur núna fyrir 2018. Það er hægt að panta dagatöl fyrir heimilið, dagbækur og stílabækur en heimasíðan er mjög þægileg í notkun. Bækurnar eru ólíkar með öðvurvísi uppsetningu. Ég ætla að sýna ykkur aðeins frá þeim. 

Planner6

Þetta er 2017. Þar fannst mér vera lítið pláss til að skrifa fyrir hvern dag. Í dálknum niðri setti ég to do list og exam this week. Ég notaði það ekki mikið svo ég ákvað að taka það út fyrir 2018. Ég notaði æfingadálkana mikið svo ég bætti þeim aftur inn fyrir þetta ár. Í þessari uppsettningu er líka í boði að hafa klukkuna, það gæti kannski verið sniðugara. 

Planner4

 Þessi uppsetning fannst mér henta mér betur. Það er hægt að sleppa að hafa línur en mér finnst ég geta skrifað meira við hvern dag. Ég hélt inni æfingadálknum en það er mjög þægilegt að geta skrifa hvenær það er æfing. Þú ákveður sjálfur hvernig lit þú vilt að línurnar séu og bannerinn fyrir ofan. Það er hægt að hafa þema eins og ég var með í 2017. 

Planner5

Planner3

Fyrir hvern mánuð kemur yfirlit yfir hann. Mér finnst best að skrifa inn í þar hvað er í gangi í hverjum mánuði og krossa síðan yfir þegar dagurinn er búinn. Eins og staðan er núna í 2018 bókinni það er bara námsefni komið inn. Mér finnst þetta mjög þægilegt, þá hefur maður gott yfirlit yfir mánuðinn í staðin fyrir að sjá bara hverja viku fyrir sig. 

Planner1

Planner2

Þú getur hannað þína eigin forsíðu. Þú getur einnig sett mynd úr þínu eigin myndasafni eða gert hana mjög einfalda eins og ég hef gert í bæði skiptin. 

Ég mæli hiklaust með að nota þessa síðu. Þetta hjálpar mér mikið að halda utanum skipulag og auðvitað skemmtilegra ef þú ert með liti og leikur þér að gera bókina fína. Mér finnst þetta ekki kosta mikið miðað við gæðin í bókinni. Það tekur um 3-4 vikur að fá bókina heim.  

Takk fyrir að lesa og við sjáumst á instagram á meðan – aldisylfah

Aldís Ylfa

NÝLEGT