Podcast 101

Podcast 101

Hvar hlusta ég á hlaðvarp (e. Podcast)?

Á vefsíðum

Eins og þessari hér: SoundCloud. Til þess þarft þú að vera tengd/tengdur neti.

Í símanum/spjaldtölvu í gegnum snjallsímaforrit (e. app).

Þá er hægt að vista það með því að hala því niður og þá getur þú hlustað hvenær sem er, jafnvel þó þú sért ekki tengd/ur neti.

  • Fyrir iPhone eða iPad, notið Podcast appið. Hægt er að sækja það í App Store.
  • Fyrir Android síma og spjaldtölvur, prufið Podcast Addict. Hægt er að sækja það í Google Play.
  • Hægt er að sækja Stitcher appið bæði á iPhone og Android síma. Þar gætu leynst hlaðvörp sem er ekki að finna í forritunum tveimur sem nefnd eru hér að ofan.

Hvað á ég að hlusta á?

Hér eru möguleikarnir í raun endalausir og stanslaust bætist í flóruna af virkilega góðum þáttum. Ef þú ert með app er hægt að skoða þar hvað er vinsælast, byrja þar og prufa sig svo áfram til að sjá hvað þér finnst skemmtilegt að hlusta á. Við tókum þó saman nokkra sem við mælum með:

  • Í ljósi sögunnar – Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. T.d. er að finna þátt um æsku og uppruna Vladimír Pútín, sögu risapöndunnar, Konungsmorðin í Nepal o.fl.
  • The Rich Roll Podcast – Rich Roll er plant-based ofurmaður og í hverri viku spjallar hann við fólk sem er framarlega í öllu sem tengist heilsu, vellíðan, næringu og hreyfingu.
  • The Tim Ferriss Show – Tekur viðtöl við fólk sem hefur skarað framúr og sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum.
  • Stuff You Should Know – Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið viðfangsefni og það grandskoðað. Dæmi um viðfangsefni eru: Af hverju okkur klæjar, allt um froska, saga kínóa, hvort banna ætti auglýsingar fyrir börn og margt fleira.

Hvenær er upplagt að hlusta ?

Auðvitað er þetta persónubundið en við leggjum til að þú prufir að hlusta:

  • í bílnum/stætó/rútu,
  • þegar þú eldar,
  • í göngutúr,
  • þegar þú ert að taka til/þrífa,
  • í vinnunni ef þú getur,
  • í sólbaði ef þú ert svo heppilega stödd/staddur.

H Magasín á Facebook: @hmagasin

H Magasín á Instagram: @h.magasin

NÝLEGT