Prótein hafrapönnukökur

Prótein hafrapönnukökur

Mig langar til að deila með ykkur prótein hafrapönnukökunum sem ég gerði einn morguninn í páskafríinu sem smökkuðust líka svona vel. Enn skemmtilegra að gera extra vel fyrir sig og sína á frídögum. Ég setti ekki banana í pönnukökurnar eins og flestir gera en setti í staðinn möndlumjólk til að bleyta upp í blöndunni. Hráefnin eru einföld og tekur enga stund að skella í nokkrar hollar hveiti og sykurlausar pönnukökur.

 Fyrir tvo
2 dl Glúteinlausir hafrar
2 Egg
1 skeið súkkulaði prótein – ég nota vegan prótein frá NOW því mysuprótein fer ílla í mig
1 dl Möndlumjólk
5 dropar Vanillu Stevia til að sæta (val)
Kanill eftir smekk
Klípa salt

Unnamed-12
Blanda blöndunni vel saman í skál, ef blandan er of þurr bæta þá meira af möndlumjólkinni og sömuleiðis ef blandan er of blaut bæta þá meira af höfrum við. Sirka 2 msk af blöndunni fyrir eina pönnuköku 2-3 mín á hvorri hlið á pönnunni. Fer eftir smekk hvers og eins hversu stórar þið viljið hafa pönnukökurnar

Til að toppa pönnukökurnar setti ég ofan á þær
Smátt skorin epli og pera Súkkulaði smyrjan frá Good Good Brand brædd í skál og sett yfir
Kanill og strásætan frá Via Health blandað saman og stráð yfir
1 tsk hnetusmjör dreift yfir (val) ég setti smá af saltkaramellu hnetusmjör sem ég keypti í Bandaríkjunum til að hafa pönnukökuna enn girnilegri

Njótið vel og eigið ljúfa helgi
Karitas Óskars 

NÝLEGT