Prótein pönnukökur

Prótein pönnukökur

PönnsurPonnsur

Uppskrift fyrir einn

1 egg

1/2 skeið súkkulaðiprótein (ég nota casein finnst það betra með bakstri)

30-40g hafrar

1/2 banani (sleppi honum stundum)

1 tsk bökunarkakó

2-3 dropar af vanillu steviu

Haframjólk (magn fer eftir því hversu þykkt þú vilt hafa deigið)

Aðferð

Öllu hrært saman í blandrar og svo steikt uppúr kókos olíu, kókos olían gefur mjög mikið bragð svo ef þú ert ekki hrifin af kókos getur þú steikt uppúr þeirri olíu sem þú fýlar.

Tillögur að því sem er gott að setja ofan á pönnukökurnar

Stevia súkkulaði smyrjan frá GoodGoodBrand er svona helgar treat og verð ég eiginlega að mæla með því að allir prófi þessa snilld.

Venjulega er ég að setja steviu sulturnar frá GoodGoodBrand á pönnukökurnar, stappaðan banana, ávexti eða sýróp frá Walden farm sem er alveg kaloríulaust.

Mörgum finnst mjög gott að borða pönnukökurnar með smjöri og osti en ég er hrifnari af því að setja einhvað sætt ofaná þær þar sem ég er algjör nammi sjúklingur og nota þá pönnukökurnar með einhverju sætu til þess að forðast það að fara og fá mér ís.

Pönnsur2

Góða helgi <3

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT